Innlent

Íslendingar skjóta 60 milljörðum undan skatti á ári hverju

Íslendingar skjóta undan allt að sextíu milljörðum króna af skattskyldum tekjum á ári hverju. Það er jafn mikið og kostar að halda uppi starfsemi Landspítalans í eitt og hálft ár.

Seinast þegar lagt var mat á hversu miklu Íslendingar skutu undan skatti var árið 2005. Var þá gert ráð fyrir að talan væri í kringum 8-12% af skatttekjum ríkis- og sveitarfrélaga eða 18-24 milljarðar króna. En hver er staðan í dag.

Áætlaðar skatttekjur þjóðarbúskapsins samkvæmt haustskýrslu fjármálaráðuneytisins fyrir árið 2008 eru um 536 milljarðar króna. Í ljósi aðstæðna má gera ráð fyrir að tekjur þessar verði minni en sé miðað við sömu prósentutölu erum við að tala um skattsvik upp á 45-60 milljarða króna en þess má geta að 40 milljarða kostar að halda uppi starfsemi Landspítalans á ári hverju. En um hvaða greinar er verið að ræða.

Samtök iðnaðarins berjast nú fyrir því að ríkið endurgreiði að fullu virðisaukaskatt vegna vinnu á byggingastað, þ.e.a.s. þegar iðnaðarmaður kemur heim til fólks á það að geta fengið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti en í dag er þessi tala 60%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×