Innlent

Olíufélögin lækka verð

MYND/GVA

Olíufélögin hafa flest lækkað eldsneytisverð í dag í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert.

Skeljungur lækkar bensínlítrann um tvær krónur og dísellítrann um þrjár krónur. Verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu verður þá 147,50 og dísellítrinn kostar 176,60 í sjálfsafgreiðslu.

Þá hefur Orkan einnig lækkað um sömu krónutölu og er almennt verð á bensíni 144,10 og dísel 170,80.

Atlantsolía hefur farið sömu leið og lækkað um sömu krónutölur og hin félögin. Algengasta verð á bensíni þar er 144,2 og dísellítrinn er á 170,9.

Sama lækkun er hjá Olís og er algengasta bensínverð 147,5 krónur á lítrann og dísellítrinn er á 176,6.

Frá N1 bárust þær upplýsingar að þar á bæ hafi verðið einnig verið lækkað, bensínið um tvær krónur og dísel um þrjár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×