Innlent

Eggjalaus mótmæli Íslendinga í París

Ellý Ármannsdóttir skrifar
Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, tekur við undirskriftalista úr höndum mótmælenda. MYND/Auðberg Daníel Halfdánsson.
Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, tekur við undirskriftalista úr höndum mótmælenda. MYND/Auðberg Daníel Halfdánsson.

Eins og myndirnar sýna efndu Íslendingar sem búa í París efnahagsástandinu á Íslandi 1. desember síðastliðinn fyrir framan íslenska sendiráðið.

Vísir hafði samband við einn mótmælendanna, Auðberg Daníel Halfdánsson, sem stundar nám við Alþjóðaviðskiptaháskólann í París.

„Við mættum 22 talsins fyrir framan sendiráðið. Við stóðum þar, hrópuðum og kölluðum, en að lokum kom Tómas Ingi Olrich, sendiherra, talaði við okkur og sagðist skulu flytja þau skilaboð sem við værum með til ríkisstjórnarinnar," segir Auðbergur aðspurður um mótmælin.

„Þá voru tvær ræður fluttar og undirskriftalisti afhentur. Eftir að Tómas fór þá sungum við ýmis ættjarðarljóð. Lögreglan kom á svæðið og spurði hvað var að gerast, en aðhafðist ekkert frekar."

„Eftir mótmælin þá fórum við öll að frönskum sið á kaffihús og var mörgum heitt í hamsi," segir Auðbergur og tekur sérstaklega fram að mótmælin voru friðsamleg og eggjalaus.

Sjá meðfylgjandi myndir af mótmælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×