Innlent

Íslenskum ferðamönnum hefur fækkað um 50%

Íslendingum sem fara um Leifsstöð hefur fækkað um að minnsta kosti fimmtíu prósent.
Íslendingum sem fara um Leifsstöð hefur fækkað um að minnsta kosti fimmtíu prósent. MYND/Hilmar Bragi

Íslenskum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð hefur fækkað að minnsta kosti fimmtíu prósent í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Í heild hefur farþegum um sem fara um Leifsstöð fækkað um 36 prósent í nóvembermánuði.

Alger umskipti hafa orðið á farþegafjölda um Leifsstöð á síðustu vikum eftir hrun bankanna. Síðast liðinn rúman áratug hefur farþegum sem fara um Leifsstöð fjölgað milli ára, og síðustu fimm ár hefur fjölgunin verið sjöt til tíu prósent á ári. Farþegum fækkaði þó árin 2001 og 2002 eftir hryðjuverkaárásirnar á New York, en þau ár eru alger undanteking. Gífurleg fækkun hefur orðið á íslenskum farþegum, eða um eða yfir fimmtíu prósent í nóvembermánuði, að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.

Farþegum um flugstöðina fækkaði í heild um tæp 36% í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr 143 þúsund farþegum árið 2007 í 92 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi fækkaði rúmlega um 37% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um tæp 25%. Farþegum sem höfðu viðdvöl á íslandi fór að fækka líttilega í sumar, en fækkunin mældist fyrst í tveggja stafa tölu í október og v arð enn meiri í nóvember.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×