Innlent

Séra Gunnar fær ekki að snúa aftur

Sr. Gunnar Björnsson.
Sr. Gunnar Björnsson.
Ákvörðun Karls Sigurbjörnssonar, Biskups Íslands, um að veita sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá störfum mun gilda áfram þrátt fyrir sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands.

Í gær féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari þar sem hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Ákvörðun Karls gildir þar til endanlegur dómur liggur fyrir.

Haft var eftir Daða Kristjánssyni, settum saksóknara, í hádegisfréttum Bylgjunnar að verið væri að fara gaumgæfilega yfir dóminn með það markmiði að komast að niðurstöðu hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttur. Embættið hefur átta vikur til að komast að þessari niðurstöðu.

Daði sagði hins vegar að tekið yrði tilllit til þess að séra Gunnari hefði verið vikið úr starfi á meðan málið væri til umfjöllunar og því yrði reynt að hafa hraðar hendur.








Tengdar fréttir

Femínistar ósáttir við sýknudóm sr. Gunnars

Femínistafélag Íslands fordæmir kynferðislegt ofbeldi og sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands í gær þar sem Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, var úrskurðaður saklaus af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum.

Séra Gunnar sýknaður

Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta kom fram í seinnifréttum Sjónvarpsins nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×