Erlent

Steingerður ormur á Mars?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin segir leikmönnum ef til vill ekki mikið en þetta þykir mönnum hjá NASA spennandi.
Myndin segir leikmönnum ef til vill ekki mikið en þetta þykir mönnum hjá NASA spennandi. MYND/Sitecenter.dk

Könnunarfarið Space Orbiter hefur sent vísindamönnum hjá NASA mynd af fyrirbæri sem líkist mest steingerðum ormi á yfirborði Mars.

Eru það bara sérkennilegar sandöldur á Mars sem Steve Gorevan og samstarfsmenn hans hjá NASA halda varla vatni yfir þessa dagana eða getur það verið að Space Orbiter hafi myndað steingert skriðdýr sem lítur út eins og risastór ormur á yfirborði rauðu plánetunnar, eins af okkar forvitnilegustu nágrönnum hér í sólkerfinu?

Miles O'Brien hjá CNN fræddist um málið hjá Gorevan. Sá síðarnefndi segir samstarfsfólkið hjá skoðunarmiðstöð NASA hafa horfst í augu og sagt einfaldlega: Vá!

Auðvitað gætu þetta bara verið sérkennilegar sandöldur en Gorevan segist gefa annan handlegg sinn fyrir að vita hið sanna. O´Brien spyr þeirrar erfiðu spurningar hvar geimverurnar feli sig séu þær yfirleitt til.

Geoff Marcy hjá NASA segir vetrarbrautina sem við búum í vera heimili 200 milljarða stjarna. Þær dreifist yfir bærilega stórt svæði og ætli menn að senda hugsanlegum vitsmunaverum á hinum endanum skilaboð með útvarpsbylgjum taki það 50.000 ár að koma skilaboðunum áleiðis þessa 100.000 ljósára vegalengd og það sem verra er, svarið væri önnur 50.000 ár á leiðinni til baka. Það mætti segja að NASA liti á slíka tilraun sem langtímaverkefni í besta falli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×