Innlent

Umferðaróhöpp á Reykjanesbraut

Um kl. 07:00 í morgun urðu tvö umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni við mislægu gatnamótunum við Vogaveg. Þar hafnaði bifreið utan í vegrið eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í krapa, sem var á brautinni.

Hinni bifreiðinni var ekið yfir vegriðið, sem er á brúnni og steyptist bifreiðin niður á akbrautina fyrir neðan. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Bifreðin var mikið skemmd eftir óhappið og var flutt af vettvangi með kranabifreið.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurveginum. Hann mældist á 113 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir stöðvunarskyldu í dag. Þrír á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks og tveir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar. Mörg umferðaróhöpp og slys hafa orðið á þessum gatnamótum og hefur lögreglan sérstakar gætur á þeim.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á suðurnesjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×