Fleiri fréttir Sjóræningjar fá að líkindum lausnargjald fyrir vopnaskip Líklegt þykir að sómölsku sjóræningjarnir sem rændu úkraínsku skipi, fullu af gömlum skriðdrekum og alls kyns vopnum, fái greiddar 20 milljónir dollara í lausnargjald fyrir skipið. Þetta hefur CNN eftir háttsettum heimildamanni innan Bandaríkjahers. 19.12.2008 08:20 Fangar lesa fyrir börn sín á DVD-diskum Fangelsi í Edinborg hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem gerir föngum kleift að lesa sögur fyrir framan myndavél og senda börnum sínum á DVD-diski. 19.12.2008 08:15 Áætla 70 prósent fjölgun þeirra sem missa húsnæði í Bretlandi Samtök lánastofnana í Bretlandi áætla að fólki, sem missir húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika, muni fjölga um tæplega 70 prósent á næsta ári og muni ástandið ekki hafa verið verra síðan í fjármálakreppunni þar í landi árið 1991 þegar 75.500 manns misstu heimili sín. 19.12.2008 08:11 Barnfóstra sýknuð eftir þrjú ár í fangelsi Breskur áfrýjunardómstóll sýknaði í gær barnfóstruna Suzanne Holdsworth sem dæmd var í lífstíðarfangelsi árið 2005 fyrir að hafa orðið tveggja ára dreng, sem hún gætti, að bana. 19.12.2008 07:32 Jólagjöfum stolið úr bílskúr á Selfossi Þó nokkrum jólagjöfum var stolið úr ólæstum bílskúr á Selfossi undir kvöld í gær. Þær voru þar í kössum og átti eftir að pakka þeim inn. Lögreglan bendir á að það sé ekki nóg að varast jólagjafaþjófnað úr bílum, fólk þurfi líka að læsa bílskúrum sínum. Þjófurinn er ófundinn. 19.12.2008 07:22 Sjávarafurðir farnar að hlaðast upp vegna sölutregðu Farið er að gæta sölutregðu á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum og eru farnar að hlaðast upp birgðir af vissum afurðum, einkum þeim dýrustu. 19.12.2008 07:20 Stolinn bíll kominn í leitirnar Bíllinn, sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði vegna rannsóknar á umsvifum þjófagengis útlendinga hér á landi, er fundinn, en grunur lék á að flytja ætti bílinn úr landi í gámi ásamt þýfi. 19.12.2008 07:18 Indverjar koma sér upp FBI Indverska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þess efnis að komið verði á fót alríkislögreglu í landinu sem starfa muni á svipaðan hátt og bandaríska alríkislögreglan FBI, það er óháð stjórnsýsluumdæmum. 19.12.2008 07:13 Saknar nærveru Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinar er ekki viðstödd umræðu um breytingar á eftirlaunum æðsta ráðamanna þjóðarinnar. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður sagðist sakna þess að Ingibjörg væri ekki á svæðinu. 18.12.2008 23:15 Eftirlaunafrumvarpið gengur ekki nógu langt Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lagði í kvöld fram frumvarp um breytingu á eftirlaunum forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Lagði Árni til að frumvarpinu yrði vísað til fjárlaganefndar. Kristinn H. Gunnarsson tók til máls sagði strax í kjölfarið og sagðist hafa vorkennt fjármálaráðherra að þurfa að flytja frumvarpið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann sagði greinilegt að Árni hefði verið að flýta sér eins mikið og hann gæti. 18.12.2008 22:34 Kráareigendur mótmæla áfengisgjaldinu harðlega Félag Kráareigenda mótmælir harðlega aðförum stjórnvalda að veitingastöðum með hækkun áfengisgjalda. Með þessari hækkun eru stjórnvöld að beina viðskiptum frá veitingahúsum, sem eru einkarekin fyrirtæki, til vínbúða, sem eru í eigu ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 18.12.2008 21:09 Við erum að falla á tíma Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir furðulegt að það þurfi frumvarp frá óbreyttum þingmanni til þess að samþykkja að farið verði í mál við breska ríkið vegna hryðjuverkalaganna sem sett voru á okkur. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum var rædd á Alþingi í kvöld. Grétar segir þetta merki um rólegheit og aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar í málinu. 18.12.2008 21:33 Hagmunasamtök peningabréfa Landsbankans hitta viðskiptaráðherra Forsvarsmenn Réttlætis.is hagsmunasamtaka til að endurheimta sparifé úr peningabréfum Landsbankans hittast á kaffi Sólon kl.10.00 í fyrramálið. 18.12.2008 21:51 Gáttaður á meintum skattalagabrotum Tryggvi Jónsson fyrrverandi forstjóri Baugs segir ákæru sem Ríkislögreglustjóri lagði fram í dag koma sér mjög á óvart. Ákæran snýst m.a að meintum skattalagabrotum Tryggva þegar hann var forstjóri fyrirtækisins. 18.12.2008 20:53 Fordæma fyrirhugaðan niðurskurð til Háskóla Íslands Ungir jafnaðarmenn fordæma fyrirhugaðan niðurskurð til Háskóla Íslands og námsmanna. Í fjárlögum sem rædd eru nú á Alþingi liggja fyrir tillögur frá menntamálaráðuneytinu um 3% flatan niðurskurð á háskóla- og framhaldsskólastiginu. 18.12.2008 19:22 Fjárfestið frekar í menntun en að fara á atvinnuleysisbætur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. 18.12.2008 19:15 Vildi að Póst- og fjarskiptastofnun greiddi sálfræðikostnað Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram á að 400 þúsund króna sálfræðikostnaður sinn yrði greiddur af stofnunni. Í úttekt sem gerð var á rekstri hennar eru fjölmargar athugasemdir settar fram. 18.12.2008 18:52 Svikin afhjúpuð Ríkisskattstjóri hefur nú nöfn nær allra eigenda þeirra greiðslukorta sem skuldfærð eru af erlendum reikningum en notuð á Íslandi. Hópur fólks hefur þannig skotið tekjum undan skatti. 18.12.2008 18:30 Grundvallarreglur um mannréttindi þverbrotnar Jón Ásgeir Jóhannesson og þeir sem Ríkislögreglustjóri hefur ákært fyrir meint skattalagabrot hafa sent frá sér tilkynningu í kjölfar ákærunnar. Þar segir að hér sé enn á ferðinni gamla „Baugsmálið“ sem hófst með húsleit ríkislögreglustjóra hjá Baugi í ágúst 2002. 18.12.2008 18:16 Slagveður og átta stiga hiti á aðfangadag Það verður ekki glæsilegt jólaveðrið ef marka má spá Sigurðar „Storms“ Ragnarssonar veðurfræðings Stöðvar 2. Átta stiga hiti, rigning og hávaðarok. 18.12.2008 18:06 Jón Ásgeir ákærður fyrir skattalagabrot Helgi Magnús Gunnarsson settur Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Baugi Group og tengdum aðilum. Ákæran snertir meint skattalagabrot. 18.12.2008 17:30 Teknir með rúmt kíló af kókaíni Lögreglan á Keflavíkurvíkurflugvelli fann talsvert magn af kókaíni í Leifsstöð í vikunni. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 18.12.2008 17:15 Brá við að heyra af niðurskurði í barnageðlæknaþjónustu Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að sér hafi brugðið mjög við að heyra af fyrirhuguðum niðurskurði á þjónustu við geðsjúk börn á Akureyri. 18.12.2008 17:00 Fimm mánuðir fyrir að ráðast á fyrrum unnustu Karlmaður var í dag dæmdur af Hæstarétti í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrum unnustu sína á heimili hennar á Akranesi 2. janúar 2008 og gripið í hár hennar, hárreytt hana og fellt í gólfið og eftir að hún hafi staðið upp tekið hana kverkataki og ýtt upp við vegg. 18.12.2008 16:53 Hæstiréttur ómerkir átta mánaða fangelsisdóm Hæstiréttur ómertki í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember í fyrra um að Jens R. Kane, flugmaður hjá Icelandair, skyldi sæta átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni, á heimili þeirra. 18.12.2008 16:52 Rannsóknarnefndin verður fullskipuð fyrir jól Ákvörðun verður tekin um það fyrir jól hvaða menn Alþingi mun skipa í rannsóknarnefnd um bankahrunið, segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. 18.12.2008 16:32 Viðskiptaráðherra styrkir Mæðrastyrksnefnd Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að feta í fótspor umhverfisráðherra og senda ekki út jólakort í ár í nafni ráðuneytisins. Í stað þess mun Mæðrastyrksnefnd hljóta styrk frá ráðuneytinu fyrir andvirði þess kostnaðar sem ella hefði farið í jólakort, eða tvöhundruð þúsund krónur. 18.12.2008 16:30 Þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn Hæstiréttur dæmdi Algis Rucinskas í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo óeinkennisklædda lögreglumenn á Laugarvegi í janúar 2008. Frá refsingu dregst rúmlega viku gæsluvarðhaldsvist hans. Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðdsóms Reykjavíkur yfir Sarunas Urniezius félaga mannsins. 18.12.2008 16:28 Megum veiða 3.000 tonn af þorski í Barentshafi Á grundvelli Smugusamningsins verður íslenskum skipum heimilt að veiða á næsta ári, í rússneskri lögsögu í Barentshafi, 2937 tonn af þorski auk meðafla. Samkvæmt samningnum stendur Íslendingum jafnframt til boða að kaupa 1763 tonn af þorski, ef um semst. 18.12.2008 16:27 Jafet ákærður fyrir trúnaðarbrot Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hann er sakaður um að hafa rofið þagnarskyldu í starfi sínu með því að hafa látið Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni í té upptöku af samtali sem hann átti við Geir Zoëga án þess að Geir gæfi fyrir því leyfi. 18.12.2008 15:58 Samfylkingin og VG hafa lagt niður rófuna og vinna með meirihlutanum Svo virðist sem borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafi lagt niður rófuna við síðustu meirihlutaskipti og ákveðið að vinna alfarið með nýjum meirihluta gegn því að fá dúsur í starfshópum hjá meirihlutanum, að mati Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. ,,Raunar mætti orða þetta þannig að flestir borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilji ,,alcoa” með meirihlutanum." 18.12.2008 15:35 Göngudeildaþjónusta fyrir börn lögð af Páll Tryggvason, barnageðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, segir að 70% samdráttur verði á þjónustu í barnageðlækningum vegna niðurskurðar hjá sjúkrahúsinu. Hann segir að staða hans við sjúkrahúsið hafi ekki verið lögð niður en samningi um 18.12.2008 15:22 Minna rusl í kreppunni Ef marka má nýjar tölur hjá Sorphiðirðu Reykjavíkur var neysla borgarbúa töluvert minni í nóvember en á sama tíma í fyrra. Mælingar leiða í ljós að sorpmagn heimilanna var 18 prósentum minna. Í tilkynningu frá borginni er þó minnt á að vinnan þyngist hjá sorphirðufólki í desember. „Mikilvægt er að flokka sorp til endurvinnslu um jólahátíðirnar því mikið leggst til," segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. 18.12.2008 15:18 32 lögreglumenn brautskráðir Brautskráning nemenda Lögregluskóla ríkisins fór fram 12. desember. Brautskráðir voru í hátíðlegri athöfn í Bústaðakirkju 32 nemendur sem hófu nám við skólann í september árið 2007. Sjö konur voru þar á meðal eða ríflega 22% hópsins. 18.12.2008 15:12 Leggjast alfarið gegn öllum skattahækkunum Félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi leggst alfarið gegn öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir og hækkanir á opinberum gjöldum. 18.12.2008 14:52 Staða barna- og unglingageðlæknisins á Akureyri lögð niður Staða eina barna- og unglingageðlæknisins sem starfar á utan höfuðborgarsvæðisins verður lögð niður og er ákvörðunin hluti af þeim niðurskurði sem tilkynnt hefur verið um á flestum sviðum stjórnsýslunnar. Læknirinn hefur hingað til haft aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á málinu á þingi í dag. 18.12.2008 14:30 Afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur frestað til næsta árs Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að óska eftir fresti vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar en síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á fundi borgarstjórnar 6. janúar 2009. 18.12.2008 14:28 Segja færri skoðanir fjölga slysum Fjöldi slysa og dauðsfalla í umferðinni myndi stóraukast ef dregið yrði úr tíðni ástandsskoðana, að því er kemur fram í nýrri skýrslu frá breska samgönguráðuneytinu. 18.12.2008 13:45 Mótmæli við Fjármálaeftirlitið (myndskeið) Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit, segir hópurinn sem mótmælti við Fjármálaeftirlitið í dag. 18.12.2008 13:38 Skókastarinn biðst afsökunar Íraski blaðamaðurinn sem kastaði skóm í átt að George Bush, Bandaríkjaforseta, og Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar. Afsökunarbeiðnin beinist þó ekki að Bush, heldur Maliki. 18.12.2008 13:37 Mótmæli við Landsbankann á Selfossi Það er víðar en í Reykjavík sem mótmælt er við fjármálastofnanir þessa dagana. Á Selfossi fóru fram mótmæli við útibú Landsbankans og stóðu þau sem hæst um hálfeittleytið í dag. Mikil umferð var um Austurveg á meðan að mótmælunum stóð en meðfylgjandi mynd var tekin um klukkan eitt, þegar að flestir mótmælendur höfðu haldið á brott. 18.12.2008 13:28 Verklagsreglur bankanna á lokastigi Ríkisbankarnir þrír eru við það að ljúka gerð verklagsreglna eins og stjórnvöld höfðu mælst til um. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, á þingi í dag í svari við fyrirspurn Árna Páli Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Björgvin segir að Glitnir muni kynna reglur sínar í þessari viku, Landsbankinn sé að leggja lokahönd á sínar reglur og ráðherrann segist ekki vita betur en að Kaupþing sé í svipaðri vinnu. 18.12.2008 13:25 Fékk 300 þúsund króna sekt fyrir áfengisauglýsingu Breki Logason, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Hér og nú, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til þess að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að birta áfengisauglýsingu í blaðinu árið 2006. 18.12.2008 13:07 Vilja að ráðherrar aðstoði við jólaúthlutun "Við höfum undanfarin ár tekið þátt í jólaúthlutuninni og vitum að það er góð leið til að átta sig á vandanum og því skorum við á ráðherra ríkisstjórnarinnar að taka þátt úthlutuninni í ár," segir Margrét Sverrisdóttir formaður stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. 18.12.2008 12:44 Flugmaður hafði ekki þjálfun til að lenda í þoku Farþegum í flugvél á leið frá Bretlandi til Frakklands brá í brún þegar flugstjórinn tilkynnti að mikil þoka væri á flugvellinum í París og hann hefði ekki nauðsynlega þjálfun til þess að lenda í þoku. 18.12.2008 12:21 Sjá næstu 50 fréttir
Sjóræningjar fá að líkindum lausnargjald fyrir vopnaskip Líklegt þykir að sómölsku sjóræningjarnir sem rændu úkraínsku skipi, fullu af gömlum skriðdrekum og alls kyns vopnum, fái greiddar 20 milljónir dollara í lausnargjald fyrir skipið. Þetta hefur CNN eftir háttsettum heimildamanni innan Bandaríkjahers. 19.12.2008 08:20
Fangar lesa fyrir börn sín á DVD-diskum Fangelsi í Edinborg hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem gerir föngum kleift að lesa sögur fyrir framan myndavél og senda börnum sínum á DVD-diski. 19.12.2008 08:15
Áætla 70 prósent fjölgun þeirra sem missa húsnæði í Bretlandi Samtök lánastofnana í Bretlandi áætla að fólki, sem missir húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika, muni fjölga um tæplega 70 prósent á næsta ári og muni ástandið ekki hafa verið verra síðan í fjármálakreppunni þar í landi árið 1991 þegar 75.500 manns misstu heimili sín. 19.12.2008 08:11
Barnfóstra sýknuð eftir þrjú ár í fangelsi Breskur áfrýjunardómstóll sýknaði í gær barnfóstruna Suzanne Holdsworth sem dæmd var í lífstíðarfangelsi árið 2005 fyrir að hafa orðið tveggja ára dreng, sem hún gætti, að bana. 19.12.2008 07:32
Jólagjöfum stolið úr bílskúr á Selfossi Þó nokkrum jólagjöfum var stolið úr ólæstum bílskúr á Selfossi undir kvöld í gær. Þær voru þar í kössum og átti eftir að pakka þeim inn. Lögreglan bendir á að það sé ekki nóg að varast jólagjafaþjófnað úr bílum, fólk þurfi líka að læsa bílskúrum sínum. Þjófurinn er ófundinn. 19.12.2008 07:22
Sjávarafurðir farnar að hlaðast upp vegna sölutregðu Farið er að gæta sölutregðu á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum og eru farnar að hlaðast upp birgðir af vissum afurðum, einkum þeim dýrustu. 19.12.2008 07:20
Stolinn bíll kominn í leitirnar Bíllinn, sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði vegna rannsóknar á umsvifum þjófagengis útlendinga hér á landi, er fundinn, en grunur lék á að flytja ætti bílinn úr landi í gámi ásamt þýfi. 19.12.2008 07:18
Indverjar koma sér upp FBI Indverska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þess efnis að komið verði á fót alríkislögreglu í landinu sem starfa muni á svipaðan hátt og bandaríska alríkislögreglan FBI, það er óháð stjórnsýsluumdæmum. 19.12.2008 07:13
Saknar nærveru Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinar er ekki viðstödd umræðu um breytingar á eftirlaunum æðsta ráðamanna þjóðarinnar. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður sagðist sakna þess að Ingibjörg væri ekki á svæðinu. 18.12.2008 23:15
Eftirlaunafrumvarpið gengur ekki nógu langt Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lagði í kvöld fram frumvarp um breytingu á eftirlaunum forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Lagði Árni til að frumvarpinu yrði vísað til fjárlaganefndar. Kristinn H. Gunnarsson tók til máls sagði strax í kjölfarið og sagðist hafa vorkennt fjármálaráðherra að þurfa að flytja frumvarpið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann sagði greinilegt að Árni hefði verið að flýta sér eins mikið og hann gæti. 18.12.2008 22:34
Kráareigendur mótmæla áfengisgjaldinu harðlega Félag Kráareigenda mótmælir harðlega aðförum stjórnvalda að veitingastöðum með hækkun áfengisgjalda. Með þessari hækkun eru stjórnvöld að beina viðskiptum frá veitingahúsum, sem eru einkarekin fyrirtæki, til vínbúða, sem eru í eigu ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 18.12.2008 21:09
Við erum að falla á tíma Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir furðulegt að það þurfi frumvarp frá óbreyttum þingmanni til þess að samþykkja að farið verði í mál við breska ríkið vegna hryðjuverkalaganna sem sett voru á okkur. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum var rædd á Alþingi í kvöld. Grétar segir þetta merki um rólegheit og aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar í málinu. 18.12.2008 21:33
Hagmunasamtök peningabréfa Landsbankans hitta viðskiptaráðherra Forsvarsmenn Réttlætis.is hagsmunasamtaka til að endurheimta sparifé úr peningabréfum Landsbankans hittast á kaffi Sólon kl.10.00 í fyrramálið. 18.12.2008 21:51
Gáttaður á meintum skattalagabrotum Tryggvi Jónsson fyrrverandi forstjóri Baugs segir ákæru sem Ríkislögreglustjóri lagði fram í dag koma sér mjög á óvart. Ákæran snýst m.a að meintum skattalagabrotum Tryggva þegar hann var forstjóri fyrirtækisins. 18.12.2008 20:53
Fordæma fyrirhugaðan niðurskurð til Háskóla Íslands Ungir jafnaðarmenn fordæma fyrirhugaðan niðurskurð til Háskóla Íslands og námsmanna. Í fjárlögum sem rædd eru nú á Alþingi liggja fyrir tillögur frá menntamálaráðuneytinu um 3% flatan niðurskurð á háskóla- og framhaldsskólastiginu. 18.12.2008 19:22
Fjárfestið frekar í menntun en að fara á atvinnuleysisbætur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. 18.12.2008 19:15
Vildi að Póst- og fjarskiptastofnun greiddi sálfræðikostnað Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram á að 400 þúsund króna sálfræðikostnaður sinn yrði greiddur af stofnunni. Í úttekt sem gerð var á rekstri hennar eru fjölmargar athugasemdir settar fram. 18.12.2008 18:52
Svikin afhjúpuð Ríkisskattstjóri hefur nú nöfn nær allra eigenda þeirra greiðslukorta sem skuldfærð eru af erlendum reikningum en notuð á Íslandi. Hópur fólks hefur þannig skotið tekjum undan skatti. 18.12.2008 18:30
Grundvallarreglur um mannréttindi þverbrotnar Jón Ásgeir Jóhannesson og þeir sem Ríkislögreglustjóri hefur ákært fyrir meint skattalagabrot hafa sent frá sér tilkynningu í kjölfar ákærunnar. Þar segir að hér sé enn á ferðinni gamla „Baugsmálið“ sem hófst með húsleit ríkislögreglustjóra hjá Baugi í ágúst 2002. 18.12.2008 18:16
Slagveður og átta stiga hiti á aðfangadag Það verður ekki glæsilegt jólaveðrið ef marka má spá Sigurðar „Storms“ Ragnarssonar veðurfræðings Stöðvar 2. Átta stiga hiti, rigning og hávaðarok. 18.12.2008 18:06
Jón Ásgeir ákærður fyrir skattalagabrot Helgi Magnús Gunnarsson settur Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Baugi Group og tengdum aðilum. Ákæran snertir meint skattalagabrot. 18.12.2008 17:30
Teknir með rúmt kíló af kókaíni Lögreglan á Keflavíkurvíkurflugvelli fann talsvert magn af kókaíni í Leifsstöð í vikunni. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 18.12.2008 17:15
Brá við að heyra af niðurskurði í barnageðlæknaþjónustu Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að sér hafi brugðið mjög við að heyra af fyrirhuguðum niðurskurði á þjónustu við geðsjúk börn á Akureyri. 18.12.2008 17:00
Fimm mánuðir fyrir að ráðast á fyrrum unnustu Karlmaður var í dag dæmdur af Hæstarétti í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrum unnustu sína á heimili hennar á Akranesi 2. janúar 2008 og gripið í hár hennar, hárreytt hana og fellt í gólfið og eftir að hún hafi staðið upp tekið hana kverkataki og ýtt upp við vegg. 18.12.2008 16:53
Hæstiréttur ómerkir átta mánaða fangelsisdóm Hæstiréttur ómertki í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember í fyrra um að Jens R. Kane, flugmaður hjá Icelandair, skyldi sæta átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni, á heimili þeirra. 18.12.2008 16:52
Rannsóknarnefndin verður fullskipuð fyrir jól Ákvörðun verður tekin um það fyrir jól hvaða menn Alþingi mun skipa í rannsóknarnefnd um bankahrunið, segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. 18.12.2008 16:32
Viðskiptaráðherra styrkir Mæðrastyrksnefnd Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að feta í fótspor umhverfisráðherra og senda ekki út jólakort í ár í nafni ráðuneytisins. Í stað þess mun Mæðrastyrksnefnd hljóta styrk frá ráðuneytinu fyrir andvirði þess kostnaðar sem ella hefði farið í jólakort, eða tvöhundruð þúsund krónur. 18.12.2008 16:30
Þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn Hæstiréttur dæmdi Algis Rucinskas í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo óeinkennisklædda lögreglumenn á Laugarvegi í janúar 2008. Frá refsingu dregst rúmlega viku gæsluvarðhaldsvist hans. Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðdsóms Reykjavíkur yfir Sarunas Urniezius félaga mannsins. 18.12.2008 16:28
Megum veiða 3.000 tonn af þorski í Barentshafi Á grundvelli Smugusamningsins verður íslenskum skipum heimilt að veiða á næsta ári, í rússneskri lögsögu í Barentshafi, 2937 tonn af þorski auk meðafla. Samkvæmt samningnum stendur Íslendingum jafnframt til boða að kaupa 1763 tonn af þorski, ef um semst. 18.12.2008 16:27
Jafet ákærður fyrir trúnaðarbrot Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hann er sakaður um að hafa rofið þagnarskyldu í starfi sínu með því að hafa látið Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni í té upptöku af samtali sem hann átti við Geir Zoëga án þess að Geir gæfi fyrir því leyfi. 18.12.2008 15:58
Samfylkingin og VG hafa lagt niður rófuna og vinna með meirihlutanum Svo virðist sem borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafi lagt niður rófuna við síðustu meirihlutaskipti og ákveðið að vinna alfarið með nýjum meirihluta gegn því að fá dúsur í starfshópum hjá meirihlutanum, að mati Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. ,,Raunar mætti orða þetta þannig að flestir borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilji ,,alcoa” með meirihlutanum." 18.12.2008 15:35
Göngudeildaþjónusta fyrir börn lögð af Páll Tryggvason, barnageðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, segir að 70% samdráttur verði á þjónustu í barnageðlækningum vegna niðurskurðar hjá sjúkrahúsinu. Hann segir að staða hans við sjúkrahúsið hafi ekki verið lögð niður en samningi um 18.12.2008 15:22
Minna rusl í kreppunni Ef marka má nýjar tölur hjá Sorphiðirðu Reykjavíkur var neysla borgarbúa töluvert minni í nóvember en á sama tíma í fyrra. Mælingar leiða í ljós að sorpmagn heimilanna var 18 prósentum minna. Í tilkynningu frá borginni er þó minnt á að vinnan þyngist hjá sorphirðufólki í desember. „Mikilvægt er að flokka sorp til endurvinnslu um jólahátíðirnar því mikið leggst til," segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. 18.12.2008 15:18
32 lögreglumenn brautskráðir Brautskráning nemenda Lögregluskóla ríkisins fór fram 12. desember. Brautskráðir voru í hátíðlegri athöfn í Bústaðakirkju 32 nemendur sem hófu nám við skólann í september árið 2007. Sjö konur voru þar á meðal eða ríflega 22% hópsins. 18.12.2008 15:12
Leggjast alfarið gegn öllum skattahækkunum Félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi leggst alfarið gegn öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir og hækkanir á opinberum gjöldum. 18.12.2008 14:52
Staða barna- og unglingageðlæknisins á Akureyri lögð niður Staða eina barna- og unglingageðlæknisins sem starfar á utan höfuðborgarsvæðisins verður lögð niður og er ákvörðunin hluti af þeim niðurskurði sem tilkynnt hefur verið um á flestum sviðum stjórnsýslunnar. Læknirinn hefur hingað til haft aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á málinu á þingi í dag. 18.12.2008 14:30
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur frestað til næsta árs Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að óska eftir fresti vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar en síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á fundi borgarstjórnar 6. janúar 2009. 18.12.2008 14:28
Segja færri skoðanir fjölga slysum Fjöldi slysa og dauðsfalla í umferðinni myndi stóraukast ef dregið yrði úr tíðni ástandsskoðana, að því er kemur fram í nýrri skýrslu frá breska samgönguráðuneytinu. 18.12.2008 13:45
Mótmæli við Fjármálaeftirlitið (myndskeið) Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit, segir hópurinn sem mótmælti við Fjármálaeftirlitið í dag. 18.12.2008 13:38
Skókastarinn biðst afsökunar Íraski blaðamaðurinn sem kastaði skóm í átt að George Bush, Bandaríkjaforseta, og Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar. Afsökunarbeiðnin beinist þó ekki að Bush, heldur Maliki. 18.12.2008 13:37
Mótmæli við Landsbankann á Selfossi Það er víðar en í Reykjavík sem mótmælt er við fjármálastofnanir þessa dagana. Á Selfossi fóru fram mótmæli við útibú Landsbankans og stóðu þau sem hæst um hálfeittleytið í dag. Mikil umferð var um Austurveg á meðan að mótmælunum stóð en meðfylgjandi mynd var tekin um klukkan eitt, þegar að flestir mótmælendur höfðu haldið á brott. 18.12.2008 13:28
Verklagsreglur bankanna á lokastigi Ríkisbankarnir þrír eru við það að ljúka gerð verklagsreglna eins og stjórnvöld höfðu mælst til um. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, á þingi í dag í svari við fyrirspurn Árna Páli Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Björgvin segir að Glitnir muni kynna reglur sínar í þessari viku, Landsbankinn sé að leggja lokahönd á sínar reglur og ráðherrann segist ekki vita betur en að Kaupþing sé í svipaðri vinnu. 18.12.2008 13:25
Fékk 300 þúsund króna sekt fyrir áfengisauglýsingu Breki Logason, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Hér og nú, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til þess að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að birta áfengisauglýsingu í blaðinu árið 2006. 18.12.2008 13:07
Vilja að ráðherrar aðstoði við jólaúthlutun "Við höfum undanfarin ár tekið þátt í jólaúthlutuninni og vitum að það er góð leið til að átta sig á vandanum og því skorum við á ráðherra ríkisstjórnarinnar að taka þátt úthlutuninni í ár," segir Margrét Sverrisdóttir formaður stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. 18.12.2008 12:44
Flugmaður hafði ekki þjálfun til að lenda í þoku Farþegum í flugvél á leið frá Bretlandi til Frakklands brá í brún þegar flugstjórinn tilkynnti að mikil þoka væri á flugvellinum í París og hann hefði ekki nauðsynlega þjálfun til þess að lenda í þoku. 18.12.2008 12:21