Innlent

Rannsóknarnefndin verður fullskipuð fyrir jól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sturla Böðvarsson forseti Alþingis.
Sturla Böðvarsson forseti Alþingis.

Ákvörðun verður tekin um það fyrir jól hvaða menn Alþingi mun skipa í rannsóknarnefnd um bankahrunið, segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.

Sturla segir að samkvæmt lögunum muni Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis taka sæti í nefndinni. Hins vegar sé ekki ljóst hvaða sérfræðing Alþingi mun skipa í nefndina, né heldur hvaða hæstaréttadómari muni sitja í nefndinni.

Aðspurður hvort það yrði Páll Hreinsson hæstaréttardómari sem tæki sæti í nefndinni sagðist Sturla ekki geta staðfest það.

Róbert Spanó tekur tímabundið við embætti umboðsmanns Alþingis, í fjarveru Tryggva, eins og Vísir greindi frá í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×