Erlent

Fangar lesa fyrir börn sín á DVD-diskum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Saughton-fangelsið í Edinborg þar sem þetta nýstárlega verkefni á sér stað.
Saughton-fangelsið í Edinborg þar sem þetta nýstárlega verkefni á sér stað. MYND/The Sun

Fangelsi í Edinborg hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem gerir föngum kleift að lesa sögur fyrir framan myndavél og senda börnum sínum á DVD-diski.

Tilgangurinn er að hjálpa föngunum, sem margir hverjir afplána þunga dóma, að halda sambandi við börn sín og gefa börnunum jafnframt færi á að þekkja foreldrið sem situr innan múranna. Lesturinn fer fram á bókasafni fangelsisins þar sem komið hefur verið fyrir nauðsynlegum búnaði til að taka lesturinn upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×