Innlent

Staða barna- og unglingageðlæknisins á Akureyri lögð niður

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Staða eina barna- og unglingageðlæknisins sem starfar á landsbyggðinni verður lögð niður og er ákvörðunin hluti af þeim niðurskurði sem tilkynnt hefur verið um á flestum sviðum stjórnsýslunnar. Læknirinn hefur hingað til haft aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á málinu á þingi í dag.

Hann vék að málinu í fyrirspurn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og spurði hvort ekki væri um mistök að ræða. Guðlaugur sagðist ekki kannast við málið og benti á að forstöðumenn viðkomandi stofnana hafi vald yfir sínum málum og útfæri sína þjónustu.

Höskuldur skoraði þá á Guðlaug að kynna sér málið og leiðrétta það. Guðlaugur svaraði og sagði algjörlega sjálfsagt og eðlilegt að skoða mál betur þegar þau koma upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×