Innlent

Vildi að Póst- og fjarskiptastofnun greiddi sálfræðikostnað

Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram á að 400 þúsund króna sálfræðikostnaður sinn yrði greiddur af stofnunni. Í úttekt sem gerð var á rekstri hennar eru fjölmargar athugasemdir settar fram.

Mikið var fjallað um málefni póst- og fjarskiptastofnunar snemma á þessu ári eftir að í ljós kom að könnun benti til þess að 20% starfsmanna teldu sig hafa orðið fyrir einelti og að á þremur árum hefði helmingur starfsmanna sagt upp störfum.

Fyrir viku síðan var svo gerð opinber úttekt sem Price Waterhouse Coopers var falið að gera á starfsemi stofnunarinnar.

Á meðal þess sem fram kemur er að bæta þurfi samskipti stjórnenda og starfsmanna, stjórnun sé ábótavant, eftirfylgni stjórnenda sé ófullnægjandi, og að fjárhagsáætlun sé verulega ábótavant.

Hrafnkell Gíslason forstjóri segir annmarka á úttekttinni. En þetta er ekki eina skýrslan sem unnin hefur verið vegna vandræðanna hjá póst og fjarskiptastofnun. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur var ásamt öðrum fenginn til að gera skýrslu um ástandið hjá stofnunnin sérstaklega með tillliti til eineltis á vinnustaðnum. Niðurstaða þeirra skýrslu er trúnaðarmál

Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að Hrafnkell Gíslason forstjóri stofnunarinnar hafi fyrir skömmu lagt fram reikning upp á 400 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð sem hann leitaði sér. Fjármálastjóri beindi málinu til samgönguráðuneytisins sem neitað að greiða reikninginn fyrir Hrafnkel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×