Innlent

Jafet ákærður fyrir trúnaðarbrot

Jafet Ólafsson.
Jafet Ólafsson.

Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hann er sakaður um að hafa rofið þagnarskyldu í starfi sínu með því að hafa látið Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni í té upptöku af samtali sem hann átti við Geir Zoëga án þess að Geir gæfi fyrir því leyfi.

Forsaga málsins er sú að til stóð að Jafet annaðist milligöngu um kaup Fjárfestingafélagsins Grettis, þar sem Sigurður var framkvæmdastjóri, á hlut Geirs í Tryggingamiðstöðinni. Geir hætti við söluna rétt áður en til stóð að gera kaupsamning og sagði hann Jafet í símtali frá því að hann hefði gert samning við aðra um kaup á hlutnum. í símtali og var Sigurður ósáttur við þau málalok og taldi að yfirtökuskylda hafi myndast í ljósi þess að nýju kaupendurnir áttu þegar stóran hlut í TM.

Sigurður sendi þá Fjármálaeftirlitinu erindi og notaði hann hljóðupptökuna frá Jafeti til þess að færa rök fyrir máli sínu. Geir kvartaði þá til FME og sagði að Jafet hefði brotið á sér trúnað. Nokkru síðar, eða í haust, tók FME þá ákvörðun að kæra málið til lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×