Innlent

Jón Ásgeir ákærður fyrir skattalagabrot

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Helgi Magnús Gunnarsson settur Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Baugi Group og tengdum aðilum. Ákæran snertir meint skattalagabrot.

Þeir sem ákærðir eru með Jóni Ásgeiri eru Tryggvi Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir og Fjárfestingarfélagið Gaumur.

Jóni Ásgeiri er meðal annars gert að sök að hafa skilað inn röngum skattframtölum á árunum 1999,2000,2001,2002 og 2003 þar sem hann vantaldi tekjur sínar sem skattskyldar eru.

Hin eru einnig ákærð fyrir sambærileg skattalagabrot.

Hægt er að sjá ákæru Ríkislögreglustjóra með þessari frétt.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×