Innlent

Hæstiréttur ómerkir átta mánaða fangelsisdóm

Hæstiréttur ómertki í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember í fyrra um að Jens R. Kane, flugmaður hjá Icelandair, skyldi sæta átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni, á heimili þeirra.

Stúlkan, sem er spænskumælandi, bar fyrir dómi að Jens hafi slegið hana og sparkað í bakið á henni. Hún hafi flúið inn á baðherbergi og læst sig inni. Þá hafi hann sparkað upp baðherbergishurðinni, gripið um háls hennar með annarri hendi og haldið fyrir munn hennar með hinni. Á þessum tímapunkti hafi hún ekki getað andað og þá hafi hún bitið hann í hendina. Hann hafi þá tekið kverkatak á henni með báðum höndum og slengt henni upp við vegg þannig að stúlkan missti meðvitund. Nágrannakona hafi síðan komið henni til hjálpar.

Fyrir hæstarétti bar ákæri brigður á réttmæti þýðingar á skýrslu sem tekin hafði verið af konunni, en skýrslan var ekki þýdd af löggiltum dómtúlki. Þá var í héraðsdómnum ályktað um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru án þess að afstaða hafi verið tekin til allra atriða sem þar greina. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að dómurinn skyldi ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×