Erlent

Sjóræningjar fá að líkindum lausnargjald fyrir vopnaskip

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Flutningaskipið MV Faina er statt skammt undan strönd Sómalíu. Á myndinni sést sjóræningi standa vörð á þilfari skipsins.
Flutningaskipið MV Faina er statt skammt undan strönd Sómalíu. Á myndinni sést sjóræningi standa vörð á þilfari skipsins. MYND/Bandaríski sjóherinn/Getty Images

Líklegt þykir að sómölsku sjóræningjarnir sem rændu úkraínsku skipi, fullu af gömlum skriðdrekum og alls kyns vopnum, fái greiddar 20 milljónir dollara í lausnargjald fyrir skipið. Þetta hefur CNN eftir háttsettum heimildamanni innan Bandaríkjahers.

Sá sagði enn fremur að farið yrði með peningana í reiðufé um borð í skipið til sjóræningjanna en sómalskt bankakerfi er of vanþróað til að geta tekið á móti rafrænum millifærslum. Farmur skipsins var á leið til Kenýa en þarlend yfirvöld höfðu keypt hergögnin af Úkraínumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×