Erlent

Áætla 70 prósent fjölgun þeirra sem missa húsnæði í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Samtök lánastofnana í Bretlandi áætla að fólki, sem missir húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika, muni fjölga um tæplega 70 prósent á næsta ári og muni ástandið ekki hafa verið verra síðan í fjármálakreppunni þar í landi árið 1991 þegar 75.500 manns misstu heimili sín.

Samtökin segja einnig að fjöldi heimila sem dragast meira en þrjá mánuði aftur úr með greiðslur, verði hálf milljón á næsta ári samanborið við 210.000 á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×