Innlent

Verklagsreglur bankanna á lokastigi

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Ríkisbankarnir þrír eru við það að ljúka gerð verklagsreglna eins og stjórnvöld höfðu mælst til um. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, á þingi í dag í svari við fyrirspurn Árna Páli Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Björgvin segir að Glitnir muni kynna reglur sínar í þessari viku, Landsbankinn sé að leggja lokahönd á sínar reglur og ráðherrann segist ekki vita betur en að Kaupþing sé í svipaðri vinnu.

Árni Páll sagði að sérkennilegt ástandi ríki í þjóðfélaginu og að mikil óvissa sé um hvernig farið sé með skuldamál einstaklinga og fyrirtækja inni í nýju bönkunum. Því vildi hann vita hvernig gengi að móta þessar boðuðu reglur því miklu máli skipti að öllum sé ljóst eftir hvaða viðmiðum bankarnir vinna.

Björgvin tók undir með Árna og sagði gríðarlegt vantraust í þjóðfélaginu. Þess vegna skipti öllu máli að allt sé uppi á borðum. Tvennt skipti höfuðmáli, jafnræði og gegnsæji. Þá sagði Björgvin einnig mikilvægt að setja reglur um að skiptastjórum sem í mörgum tilfellum hafi með að gera sölu eigna sem hafa farið til þrotameðferðar verði settar reglur um tilkynningaskyldu um sölu allra eigna sem fara yfir ákveðna upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×