Erlent

Indverjar koma sér upp FBI

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá nýlegum mótmælum þar sem Indverjar létu andúð sína á nágrönnunum í Pakistan í ljós.
Frá nýlegum mótmælum þar sem Indverjar létu andúð sína á nágrönnunum í Pakistan í ljós. MYND/Getty Images

Indverska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þess efnis að komið verði á fót alríkislögreglu í landinu sem starfa muni á svipaðan hátt og bandaríska alríkislögreglan FBI, það er óháð stjórnsýsluumdæmum.

Frumvarpið var lagt fram í kjölfar árásanna á Mumbai í lok nóvember og er hinni nýju stofnun ætlað að rannsaka hryðjuverkastarfsemi og kæfa hana í fæðingu. Þá samþykkti þingið einnig að taka á ný upp gamlar reglur um að lögreglu verði heimilt að halda grunuðum í allt að 180 daga án ákæru og heyrast háværar mótmælaraddir frá ýmsum mannréttindasamtökum vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×