Innlent

Fimm mánuðir fyrir að ráðast á fyrrum unnustu

MYND/Vilhelm

Karlmaður var í dag dæmdur af Hæstarétti í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrum unnustu sína á heimili hennar á Akranesi 2. janúar 2008 og gripið í hár hennar, hárreytt hana og fellt í gólfið og eftir að hún hafi staðið upp tekið hana kverkataki og ýtt upp við vegg.

Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð. Honum er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað vegna málsins sem og málsvarnarlauns verjanda síns fyrir Hæstarétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×