Innlent

Hagmunasamtök peningabréfa Landsbankans hitta viðskiptaráðherra

Forsvarsmenn Réttlætis.is hagsmunasamtaka til að endurheimta sparifé úr peningabréfum Landsbankans hittast á kaffi Sólon kl.10.00 í fyrramálið.

Þaðan verður svo haldið á fund Viðskipta og Fjármálaráðuneytis og hefst fundurinn kl. 11.00. Samtökin hafa fengið Hilmar Gunnlaugsson hrl. til að gæta hagsmuna félagsmanna sem eru orðnir á annað þúsund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum nú í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×