Innlent

Vilja að ráðherrar aðstoði við jólaúthlutun

Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.

"Við höfum undanfarin ár tekið þátt í jólaúthlutuninni og vitum að það er góð leið til að átta sig á vandanum og því skorum við á ráðherra ríkisstjórnarinnar að taka þátt úthlutuninni í ár," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.

Stjórnin skorar á ráðherra að gefa kost á sér í sjálfboðaliðastörf við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Úthlutun matargjafa fer fram til 22. desember.

Með þessu móti vonast stjórnin til að ráðamenn þjóðarinnar kynnist þeirri vaxandi neyð sem ríkir víða í samfélaginu vegna erfiðs efnahagsástands.

Margrét segir að það væri mjög jákvætt ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar tækju þátt í jólaúthlutninni. ,,Þó það væri ekki nema í tvo tíma eða svo. Við mælum með því að fenginni reynslu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×