Innlent

Gáttaður á meintum skattalagabrotum

Tryggvi Jónsson
Tryggvi Jónsson

Tryggvi Jónsson fyrrverandi forstjóri Baugs segir ákæru sem Ríkislögreglustjóri lagði fram í dag koma sér mjög á óvart. Ákæran snýst m.a að meintum skattalagabrotum Tryggva þegar hann var forstjóri fyrirtækisins.

„Ég sé í ákærunni að m.a er ég ákærður sem forstjóri Baugs fyrir einhverjar 8 milljónir króna sem ég veit ekkert hvað er. Svo eru þetta 10 þúsund krónur hina mánuðina. Það sem snýr að mér persónulega taldi ég sjálfur fram á sínum tíma og taldi mig vera að gera rétt," segir Tryggvi sem m.a segist hafa talið fram kauprétt þegar hann hafi fengið hann greiddan. „Það gerði ég vegna dóma sem fallið höfðu áður," segir Tryggvi.

Tryggvi segir að skattrannsóknarstjóri hafi ekki sé ástæðu til þess að vísa þessu máli áfram á sínum tíma en hann hafi sjálfur áfrýjað til yfirskattanefndar og fengið endurgreiðslu að hluta. „Þannig að þetta kemur mér mjög á óvart."

Tryggvi segist ekki vera með skýringar á því hvers vegna Ríkislögreglustjóri ákveður að gefa út ákæruna núna, „daginn eftir að sambærilegu máli er vísað frá," eins og hann orðar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×