Fleiri fréttir

Gagnrýnir birtingu fjölmiðla á tölvupóstum Bjarna Harðarsonar

Varaþingmaður vinstri grænna telur að fjölmiðlar hafi brotið landslög með því að birta tölvupóst Bjarna Harðarsonar fyrrverandi þingmanns. Fjölmiðlafræðingur við Háskólann á Akureyri segir það rétta ákvörðun að birta póstinn.

Sendiráðum lokað og sparað í varnar- og þróunarsamvinnumálum

Sendiráðum Íslands í Pretoríu og Róm verður lokað á næsta ári og sömuleiðis sendiskrifstofu fastanefndar Íslands við Evrópuráðið í Strassborg ásamt einni af sendiskrifstum Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum utanríkisráðuneytisins vegna efnahagskreppunnar.

Vilja rukka fyrir notkun nagladekkja

Framkvæmda- og eignaráð borgarinnar hefur ákveðið að leita eftir heimildum til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins í vikunni.

Barroso leggst gegn láni leysi Íslendingar ekki deilur fyrst

Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Íslendingar verði að gera út um deilur sínar við Hollendinga, Breta og Belgíu áður en þeir fái fjárhagslán afgreitt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag í kjölfar samtals sem Barroso átti við Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.

Kristín nýr sendiherra

Kristín A. Árnadóttir hefur verið skipuð sendiherra og henni falið að stýra nýrri skrifstofu yfirstjórnar. ,,Við erum öll sammála um það sé val valið. Kristín er öfugur stjórnandi og kraftmikil," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi fyrr í dag.

Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 64 milljóna króna í sekt fyrir að að hafa ekki staðið skil á greiðslu á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum við rekstur fyrirtækis síns.

Hvalir áfram kvaldir

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að sjóherinn megi nota bergmálstæki á æfingum sínum undan suðurströnd Kaliforníu án takmarkana vegna hvala.

Ísland fær 96.000 tonna kolmunnakvóta

Samkomulag hefur náðst á meðal strandríkja um aflamark í kolmunna fyrir næsta ár. Samkvæmt samkomulaginu verður heimilt að veiða 590.000 tonn.

Þorgerður telur sig ekki vanhæfa í bankamálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur sig ekki hafa verið vanhæfa til að fjalla um yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum þremur og ákvörðunum um nýju bankana þar sem ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald heldur pólitískur samráðsvettvangur.

UVG vilja að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu

Ung vinstri græn krefjast þess að boðað verði til kosninga eins fljótt og auðið er. Þá er Samfylkingin hvött til að rifta stjórnarsamstarfinu. Í ályktun sem félagið hefur samþykkt kemur fram að eftir það sem „á undan sé gengið er það bæði siðferðisleg krafa og lýðræðislega nauðsynlegt að kosið verði um nýtt fólk og nýja stefnu til að byggja á til framtíðar."

Ahmadinejad brýnir Obama

Allir sem vinna gegn írönsku þjóðinni verða kramdir, að sögn Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans sem segist hafa meiri áhyggjur af stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran heldur en hver fari með völd í Hvíta húsinu.

Nýju bankarnir fá 385 miljarða í eigið fé

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 385 milljarða króna til hinna nýju íslensku viðskiptabanka. Þetta kom fram í máli Gunnars Svavarssonar, formanns fjárlaganefndar, á Alþingi í dag.

Sultartangastöð komin að hluta í rekstur

Eftir þrálátar bilanir í spennum Sultartangastöðvar undanfarið ár er nú annar tveggja spenna stöðvarinnar kominn aftur í rekstur eftir bráðabirgðaviðgerð.

Taldist ekki hafa slegið lögregluþjón viljandi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni og slegið hann í andlitið við veitingastað í Reykjanesbæ.

Hollendingar vilja vita hvar peningarnir þeirra eru

Hópur Hollendinga, sem tapaði sparifé sínu þegar Icesave-reikningarnir voru lokaðir ytra, mun ræða við fulltrúa Landsbankans í dag. Ráðgert er að fólkið fundi einnig með stjórnmálamönnum hér á landi.

Skorið niður um 20 prósent í utanríkis- og varnarmálum

Til stendur að skera niður í starfsemi utanríkisþjónustunnar fyrir um 2,2 milljarða króna. Ráðgert er að loka fjórum sendiskrifstofum og draga saman í varnartengdum verkefnum og þróunaraðstoð. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Greinilega alvarlegir hnökrar á málsmeðferð á IMF-umsókn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað afgreiðslu á rúmlega tveggja milljarða dollara láni til Íslands um óákveðinn tíma að því er fram kemur í Financial Times í dag. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að greinilega séu alvarlegir hnökrar á málsmeðferðinni.

Þriggja prósenta atvinnuleysi í landinu

Yfir 5200 manns eru nú atvinnulausir á Íslandi og hafa um 4400 misst vinnuna á árinu í hópuppsögnum. Vitnað er til þessara talna Vinnumálastofnunar í Morgunkorni Glitnis og sagt að langstærsti hluti hópuppsagna hafi komið í október eða tveir þriðju þeirra.

Þarf ekki leyfi forsætisráðherra til að tjá sig

,,Það þarf eitthvað annað en að fá leyfi forsætisráðherra til að hafa skoðanir á stjórnmálum á Íslandi. Ég tel mig hafa fulla heimild til þess," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, aðspurður um afstöðu forystumanna ríkisstjórnarinnar sem gefa lítið fyrir þau orð Gylfa að viðskipta- og fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og segja af sér sem ráðherrar.

Tengdi viðræður við Rússa ekki við herstöðvarafnot

Það er fjarri lagi að forseti Íslands hafi tengt viðræður Íslendinga við Rússa um lán við hugsanleg afnot þeirra af fyrrverandi herstöð Bandaríkjamanna á Íslandi á hádegisverðarfundi með erlendum erindrekum í síðustu viku. Þetta fullyrðir forsetaskrifstofa í samtali við fréttastofu.

Vilja slá „skjaldborg“ um Alþingishúsið

Tölvupóstur gengur nú þar sem fólk er hvatt til þess að mæta í hádeginu í dag á Austurvöll og slá „skjaldborg“ um Alþingishúsið. Ekki kemur fram hverjir standi að gjörningnum en tekið er fram að um friðsamleg mótmæli sé að ræða. Þá er þess krafist að ríkistjórnin víki „nú þegar“ eins og það er orðað.

Árdegi fer fram á gjaldþrotaskipti

Árdegi hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og verður krafa félagsins þar að lútandi tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan eitt í dag.

Kári og Sara koma í stað Jóns og Guðrúnar

Töluverðar breytingar eru að verða á nafngiftum á Íslandi ef marka má nýjar tölur Hagstofunnar um algengustu nöfn barna undir fjögurrra ára aldri um síðustu áramót.

Ólafur Ragnar húðskammaði nágrannaþjóðir í hádegisverði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi nágrannaþjóðirnar Svíþjóð, Danmörku og Bretland fyrir að snúa baki við Íslendingum. Þetta mun hann hafa gert í hádegisverði með erlendum erindrekum í Reykjavík á föstudag eftir því sem fram kemur í norrænum miðlum.

Vaxandi reiði í Þýskalandi vegna Kaupthing Edge

Vaxandi reiði gætir nú í Þýskalandi meðal viðskiptavina Kaupþings Edge þar í landi sem óttast að hafa tapað öllu sínu fé. Talið er að þar eigi um 30 þúsund einstaklingar um sárt að binda.

Viðmót eldri kvenna þægilegra

Fimmtíu ára og eldri konur eru almennt geðbetri en þær yngri og ólíklegra að þeim sé í nöp við sér yngri konur.

Sarkozy og prinsinn af Wales seinir til minningarathafnar

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Karl, prins af Wales, urðu sér til nokkurrar minnkunar í þegar þeir mættu tíu mínútum of seint til minningarathafnar við Douaumont, blóðugasta vígvöll fyrri heimsstyrjaldarinnar, í gær.

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Fyrirtækið Lífland hefur lækkað verð á kjarnfóðri til bænda um fjögur prósent þrátt fyrir að hráefni til fóðurgerðar sé innflutt og gengi krónunar hafi hríðlækkað.

Sjá næstu 50 fréttir