Erlent

Danir punga ríflega út fyrir tannlæknaþjónustu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Dubstatic.com

Danir liggja nú í því hvað varðar tannlæknakostnað en hann rýkur upp eins og margt annað þessa dagana.

Berlingske Tidende lýsir ástandinu þannig að nú sé það bæði sárt fyrir munninn og pyngjuna að setjast í stólinn hjá tannsa. Plastfyllingar hafa nú leyst af hólmi gamla silfrið og þær endist skemur sem þá gerir það að verkum að oftar þurfi að skipta þeim út.

Ódýrasta plastfyllingin mun kosta sem nemur 7.000 íslenskum krónum en þeir sem á slíku þurfa að halda fá 1.200 krónur til baka frá tryggingastofnuninni dönsku sem mörgum þykir skammgóður vermir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×