Innlent

Bjarna og Guðna boðið í paradís Ingibjargar og Össurar

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar.

Bjarna Harðarssyni tókst með meistaralegum hætti að vekja eftirtekt á þeirri staðreynd að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, ber meiri ábyrgð á hruni bankanna en nokkur annar stjórnmálamaður, að mati Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra og fyrrum formanns Samfylkingarinnar.

,,Hún var bankamálaráðherrann sem settti allt regluverkið í lög, sem síðan settu allt á endann þegar kerfið sem hún byggði upp hrundi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina."

Össur gerir afsögn Bjarna Harðarsonar, fyrrum þingsmanns Framsóknarflokksins, að umfjöllunarefni á vefsíðu sinni. Össur segist sjá á á eftir skemmtilegum félaga og telur jafnframt að brotthvarf Bjarna marki nýjan kafla í átökum fylgismanna Guðna við Valgerði. ,,Hugsanlega erum við nú að lifa endalok Framsóknarflokksins í núverandi mynd."

Össur segir að flóttamann séu alltaf velkomnir í náðarfaðm Samfylkingarinnar og býður hann Bjarna, Guðna Ágústsson og alla liðsmenn Framsóknarflokksins velkomna.

,,Þar verða vosklæði af þeim dregin, og fram reiddur buðkurinn til að smyrja græðandi smyrslum á undir Framsóknar. Svo verður þeim boðið inn fyrir fortjald musteris sósíaldemókratíunnar til að hefja nýtt og betra líf i paradís Ingibjargar og Össurar."

Skammt er síðan Össur bauð Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmann Framsóknarflokksins og núverandi þingmann Frjálslynda flokksins, velkominn í Samfylkinguna.

Skrif Össurar er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×