Erlent

Sarkozy og prinsinn af Wales seinir til minningarathafnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Karl, prins af Wales, urðu sér til nokkurrar minnkunar í þegar þeir mættu tíu mínútum of seint til minningarathafnar við Douaumont, blóðugasta vígvöll fyrri heimsstyrjaldarinnar, í gær.

Um gervalla Evrópu var þess minnst klukkan 11 í gær, ellefta dag ellefta mánaðar ársins að nákvæmlega eitt hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ekki var nóg með að herramennirnir væru seinir fyrir heldur gleymdi Sarkozy að minnast á Wales þegar hann lýsti því yfir að Frakkar myndu aldrei gleyma þeim bresku, skosku og írsku hermönnum sem börðust á franskri grundu sem hún væri þeirra eigin fósturjörð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×