Innlent

Árdegi fer fram á gjaldþrotaskipti

Árdegi hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og verður krafa félagsins þar að lútandi tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan eitt í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur félagið átt í erfiðleikum eftir að raftækjaverslanakeðjan Merlin í Danmörku, sem var í eigu Árdegis, fór fram á greiðslustöðvun. Félagið Eldbodan tók yfir verslanir Merlin í framhaldinu.

Stjórnendur Árdegis hafa síðan reynt að bjarga rekstrinum en fram kom á dögunum að einu af dótturfélögunum, raftækjaverslanakeðjunni, BT, hefði verið lokað. Þá keypti Sena, dótturfélag 365, verslanir Skífunnar af Árdegi nýverið. Meðal annarra dótturfélaga Árdegis eru fataverslanirnar NOA NOA og NEXT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×