Innlent

Atvinnuleysi jókst mun meira hjá körlum en konum

Skráð atvinnuleysi reyndist 1,9 prósent að meðaltali í nýliðnum október og jókst um 40 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Þannig voru að meðaltali um 3.100 manns atvinnulausir í október en þess má geta að nýjustu tölur sýna að 5.200 eru án vinnu.

Atvinnuleysi eykst alls staðar nema á Vestfjörðum þar sem nokkur fækkun er. Á landsbyggðinni eykst atvinnuleysi um 38 prósent og er 1,9 prósent og á höfuðborgarsvæðinu eykst atvinnuleysi um 40 prósent. Atvinnuleysi eykst meira meðal karla eða um 51 prósent en um 27 prósent meðal kvenna.

Vinnumálastofnun segir um horfurnar að yfirleitt aukist atvinnuleysið milli október og nóvember. Erfitt sé að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikils samdráttar í efnahagslífinu og fjöldauppsagna, en líklegt sé að atvinnuleysið í nóvember muni aukast verulega og verða á bilinu 3,3-3,8 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×