Erlent

Ahmadinejad brýnir Obama

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.

Allir sem vinna gegn írönsku þjóðinni verða kramdir, að sögn Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans sem segist hafa meiri áhyggjur af stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran heldur en hver fari með völd í Hvíta húsinu.

Ahmadinejad segir að heimurinn þurfi meira en lýtaaðgerð og breytta ásjónu þegar kemur að utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það skipti afar miklu máli hvernig næsta ríkisstjórn hyggst haga sér í samskiptum ríkjanna.

Ahmadinejad sendi Barack Obama heillaóskir þegar ljóst var að Obama bar sigurorð á John McCain, andstæðingi sínum í forsetakosningunum. Það var í fyrsta sinn síðan í trúarbyltingunni 1979 sem forset Írans sendir sambærilega kveðju til tilvonandi Bandaríkjaforseta.

Obama sagði á blaðamannafundi í seinustu viku að hann ætlaði svara heillaóskum Ahmadinejad með viðeigandi hætti. Obama sagði einnig að fyrirætlun Írana að smíðja kjarnorkuvopn væri óásættanleg og hvatti Írana til að hætta að styðja hryðjuverkasamtök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×