Innlent

Vaxandi reiði í Þýskalandi vegna Kaupthing Edge

Vaxandi reiði gætir nú í Þýskalandi meðal viðskiptavina Kaupþings Edge þar í landi sem óttast að hafa tapað öllu sínu fé. Talið er að þar eigi um 30 þúsund einstaklingar um sárt að binda.

Þeir eru farnir að krefjast aðgerða hins opinbera gegn Íslendingum og benda á bresk og hollensk stjórnvöld, sem hafa gengið hart fram vegna Icesave reikninga Landsbankans. Nokkurra manna sendinefnd kom einmitt hingað til lands í gær til að ræða um uppgjör á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi en uppgjör eða samkomulag um þessa reikninga virðist tefja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga.

Sú töf dregur svo á langinn ákvörðun Svía og Finna um aðstoð við Íslendinga sem aftur dregur svo á langinn eð eðlileg gjaldeyrisviðskipti komist á við útlönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×