Innlent

Álaborgarháskóli kemur íslenskum stúdentum til aðstoðar

Álaborgarháskóli hefur ákveðið að koma íslenskum nemum við skólann til aðstoðar með því að finna fyrir þá stað til starfsnáms hjá dönskum fyrirtækjum í ljósi efnahagskreppunnar.

Fram kemur á heimasíðu skólans að um 80 Íslendingar stundi nú nám við skólann, flestir þeirra í verkfræði. Vinnumiðlun Álaborgarháskóla hefur nú ritað öllum íslenskum nemum bréf og boðið fram aðstoð við að finna fyrirtæki til starfsnáms til þess að bregðast við fjárskorti Íslendinganna vegna efnahagskreppunnar á Íslandi.

„Staða þeirra er mjög alvarleg og því höfum við ákveðið að gera það sem við getum til þess að aðstoða þá," segir Camilla Lynge hjá vinnumiðluninni. Fyrst verður safnað upplýsingum um nemana til þess að átta sig á umfangi vandans og í framhaldinu verður haft samband við fyrirtæki og atvinnufélög á Norður-Jótlandi til þess að reyna að finna starf fyrir nemendurna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×