Erlent

Obama telur brýnt að aðstoða fólk í húsnæðiskröggum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hinn nýkjörni og verðandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, lýsti því yfir í gær að brýnt væri að veita millistéttarfólki, sem sæi fram á að missa húsnæði sitt, hjálp hið bráðasta.

Ekki hefur honum þó tekist að útfæra nákvæmlega hvernig þetta eigi að gerast og því síður hvernig hann telji heppilegast að koma til móts við láglaunafólk sem þegar er orðið heimilislaust. Miðað við efnahagsspár fyrir árið 2009 gæti reynst erfitt að skrapa saman fyrir þessum ætlunarverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×