Innlent

Ísland fær 96.000 tonna kolmunnakvóta

Samkomulag hefur náðst á meðal strandríkja um aflamark í kolmunna fyrir næsta ár. Samkvæmt samkomulaginu verður heimilt að veiða 590.000 tonn.

Hlutur strandríkjanna verður 543.043 tonn, þar af fær Ísland 95.739 tonn í sinn hlut.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að rétt sé að taka fram að enn á eftir að afgreiða málið innan NEAFC, Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, en fundur hennar stendur nú yfir í London.

Hlutur Íslands í norsk-íslenska síldarstofninum verður 238.399 tonn eins og áður hefur verið greint frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×