Innlent

Barroso leggst gegn láni leysi Íslendingar ekki deilur fyrst

Jose Manuel Barroso.
Jose Manuel Barroso.

Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Íslendingar verði að gera út um deilur sínar við Hollendinga, Breta og Belgíu áður en þeir fái fjárhagslán frá ESB afgreitt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag í kjölfar samtals sem Barroso átti við Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.

Barroso segir að aðstoðin verði ekki samþykkt fyrr en Ísland leysi ágreiningsmál sín við „nokkrar Evrópuþjóðir varðandi tryggingar innistæða erlendra aðila í íslenskum bönkum."

Barroso, sem er valdamesti embættismaður Evrópusambandsins, greindi einnig frá því að hann hefði fengið bréf frá Geir H. Haarde fyrr í þessum mánuði þar sem formlega var óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu.

Associated Press fréttastofan greindi frá.

_______________________________

Í frétt Vísis af viðbrögðum Barroso sem birtist um hálffimmleytið kom fram að Barroso hefði sagt að Íslendingar verði að gera út um deilur sínar við Holendinga, Breta og Belgíu áður en þeir fái umsókn um IMF lán afgreidda. Þetta er misskilningur. Orð Barroso áttu við lán frá ESB en ekki IMF. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×