Innlent

Taldist ekki hafa slegið lögregluþjón viljandi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni og slegið hann í andlitið við veitingastað í Reykjanesbæ.

Maðurinn neitaði fyrir dómi að hafa slegið lögreglumanninn, alla vega viljandi. Myndir úr eftirlitsmyndavél sýndu að maðurinn hefði átt í átökum við annan mann og lögregla komið aftan að honum. Hinn ákærði sást snúa sér skyndilega við og bera höndina fyrir sig. Sagði dómurinn að ekki yrði slegið föstu samkvæmt þessu myndskeiði að ákærði hefði með ásetningi slegið til lögreglumannsins. Því væri ekki komin fram sönnun fyrir árásinni.

Hinn ákærði var hins vegar sektaður um tíu þúsund krónur fyrir annað brot, að hafa gleymt að setja á sig öryggisbeltið í bíl sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×