Erlent

Hvalir áfram kvaldir

Óli Tynes skrifar
Áróðursplakat dýraverndarsinna gegn bergmálstækjum.
Áróðursplakat dýraverndarsinna gegn bergmálstækjum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að sjóherinn megi nota bergmálstæki á æfingum sínum undan suðurströnd Kaliforníu án takmarkana vegna hvala.

Umhverfisverndar sinnar höfðu fengið bergmálstækin bönnuð á þeim forsendum að hljóðbylgjurnar frá þeim gætu skaðað eða jafnvel drepið 37 tegundir sjávarspendýra. Þeirra á meðal væru bláhvalir sem væru í útrýmingarhættu.

Málshefjendur héldu því fram að hljóðbylgjurnar trufluðu samskipti hvalanna og gerðu þeim erfiðara fyrir að rata, en hvalir nota sjálfir hljóðbylgjur til þess að rata rétta leið.

Í úrskurði hæstaréttar að hagsmunir almennings af æfingunum vægju þyngra en þeir hagsmunir sem málshefjendur hefðu sett fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×