Innlent

Þarf ekki leyfi forsætisráðherra til að tjá sig

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

,,Það þarf eitthvað annað en að fá leyfi forsætisráðherra til að hafa skoðanir á stjórnmálum á Íslandi. Ég tel mig hafa fulla heimild til þess," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, aðspurður um afstöðu forystumanna ríkisstjórnarinnar sem gefa lítið fyrir þau orð Gylfa að viðskipta- og fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og segja af sér sem ráðherrar.

Gylfi fór fram á afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og Árna Mathiesen í Mannamáli Sigmunds Ernis Rúnarssonar á Stöð 2 á sunnudagskvöld.

,,Mér finnst að hann eigi ekki að vera láta upp skoðanir hvernig ríkisstjórnin er samsett. Við skiptum okkur ekki af því hvernig skipað er til sætis í stjórn Alþýðusambandsins," sagði Geir H. Haarde á fundi með blaðamönnum í gær og bætti við að þetta væri mál formanna stjórnarflokkanna til að leysa úr en ekki forseta ASÍ.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að sér hafi fundist gagnrýni Gylfa ómakleg og hún hafi jafnframt verið órökstudd.

Gylfi sagði í samtali við Vísi að afstaða sín lægi fyrir og hann hefði ekki séð ástæðu til að breyta henni. ,,Ég er ánægður með að hafa tekist að þjappa ríkisstjórninni saman um eitthvað."

Aðspurður sagðist Gylfi ekki hafi rætt málið við Ingibjörgu Sólrúnu.












Tengdar fréttir

Árni og Björgvin eiga ekki að segja af sér

Formenn ríkisstjórnarflokkanna gefa lítið fyrir þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudagskvöld þegar hann sagði að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og segja af sér sem ráðherrar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í hádeginu.

Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×