Innlent

Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 64 milljóna króna í sekt fyrir að að hafa ekki staðið skil á greiðslu á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum við rekstur fyrirtækis síns.

Alls hélt maðurinn eftir nærri 40 milljónum sem greiða átti í opinber gjöld og virðisaukaskatt vegna starfsemi fyrirtækisins. Maðurinn játaði sök en bar fyrir sig að hann væri erlendur ríkisborgari og hefði ekki þekkt til réttarfars hér.

Dómurinn sagði hins vegar að honum hefði borið að kynnar sér lög og reglur um rekstur félaga hér á landi, þar með talið skyldu félagsins til að standa skil á opinberum gjöldum. Greiði maðurinn ekki sektina innan fjögurra vikna skal hann sæta eins árs fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×