Fleiri fréttir

Húsleit hjá Stoðum

Starfsmenn skattrannsóknarstjóra fóru í dag á skrifstofu Stoða og óskuðu eftir afriti af bókhaldsgögnum félagsins síðastliðin þrjú rekstrarár.

Auknar líkur á olíu við Austfirði

Nýjar jarðfræðirannsóknir benda til að líkur séu á að olía kunni að finnast mun nær austurströnd Íslands en áður hefur verið talið og jafnvel undir Austfjörðum. Alþjóðleg olíufélög sýna Íslandi aukinn áhuga vegna nýrra vísindakenninga um tengsl olíu og eldvirkra svæða.

Rannsókn heldur áfram á meintu manndrápi

Lögreglan á Selfossi heldur áfram rannsókn á meintu manndrápi í sumarbústað um síðustu helgi. Í tilkynningu frá Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni segir að enn séu nokkur atriði óljós, þrátt fyrir ítarlegar yfirheyrslur í gær og í dag.

Óttast hungursneyð í Simbabve

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að minnka matarskammta sem hún deilir út í Simbabve vegna þess að engin viðbrögð hafi borist við ósk stofnunarinnar um 140 milljóna dollara framlag til þess að fæða hina sveltandi í landinu.

Ferðamálastofa fundar í útlöndum út af kreppu

Í vikunni hefst fundarherferð að frumkvæði Ferðmálastofu á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu og verða fundir m.a. haldnir í París, Frankfurt og Kaupmannahöfn.

Varað við veskjaþjófum í Kolaportinu

Borið hefur á því undanfarnar helgar að veskjum hafi verið stolið úr töskum fólks í Kolaportinu. Í tilkynningu frá lögreglu eru vegfarendur þar beðnir um að hafa þetta í huga og gæta vel að verðmætum sínum. Grunsamlega háttsemi þarf að tilkynna til lögreglu.

Frumvarp um sérstakan saksóknara lagt fram

Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið hefur verið lagt fram á Alþingi. Saksóknarinn skal samkvæmt frumvarpinu fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara og fær hann heimildir til þess að ráða til sín starfsfólk. Gert er ráð fyrir því að saksóknarinn verði skipaður svo fljótt sem auðið er eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt en það var tekið fyrir í allsherjarnefnd Alþingis í morgun. Gert er ráð fyrir að embættið kosti 76 milljónir á ári miðað við níu starfsmenn en í þeirri tölu er erlend sérfræðiaðstoð ekki talin með.

Vinna að nýjum stjórnarsáttmála ekki hafin

Þeim fer fjölgandi í röðum Samfylkingarinnar sem telja nauðsynlegt að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði tekinn upp og endurskrifaður. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð um flest annað en það sem nú blasir við í þjóðfélaginu. Yfirstandandi efnahagsþrengingar og fall bankanna kalli á að stjórnin komi sér saman um framtíðarsýn og um leið nýjan stjórnarsáttmála.

Helga Sigrún tekur sæti á Alþingi

Helga Sigrún Harðardóttir tók í dag formlega sæti á Alþingi sem þingmaður Framsóknarflokksins í stað Bjarna Harðarsonar sem sagði af sér í morgun.

Telja fráleitt að Bretar sinni loftrýmiseftirliti

Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar mótmæltu því að kalla hingað breska hermenn til loftrýmiseftirlits í desember á sama tíma og við ættum í harðvítugum deilum við Breta. Formaður utanríkismálanefndar sagði óheppilegt að Bretar kæmu hingað við slíkar aðstæður.

Árni og Björgvin eiga ekki að segja af sér

Formenn ríkisstjórnarflokkanna gefa lítið fyrir þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudagskvöld þegar hann sagði að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og segja af sér sem ráðherrar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í hádeginu.

Veggjakrotarar látnir hreinsa til eftir sig

Þrír piltar á aldrinum 13-14 ára voru gerðir ábyrgir gjörða sinna eftir að upp komst að þeir hefðu krotað á veggi hjólageymlu í fjölbýlishúsi í Breiðholti.

Ákvörðun um loftrýmiseftirlit væntanleg í dag

,,Við hljótum auðvitað í deilum okkur við Breta reyna að leysa þær en ekki magna," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í hádeginu þegar hún var spurð hvort eðlilegt væri að þiggja boð breskra stjórnvalda um loftrýmiseftirlit á sama tíma og þjóðirnar eigi í hörðum deilum.

Kjarnorkusprengja undir ísnum á Grænlandi?

Bandarísk kjarnorkusprengja er talin liggja undir ísnum á norðvesturhluta Grænlands, nærri Thule ratsjárstöðinni. Bandarísk sprengjuflugvél fórst þar fyrir fjörutíu árum. Ein fjögurra kjarnorkusprengja um borð fór í sjóinn og fannst aldrei.

Obama vill neyðarfjárvetingu til bílaframleiðenda

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur beðið George Bush, fráfarandi forseta, um að styðja tillögu um neyðarfjárveitingu til bílaframleiðenda í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Bush og Obama funduðu í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Fundur þeirra var sá fyrsti frá forsetakosningunum fyrir viku.

Fólk sem hafi fryst lán sín leggi fyrir

Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem hafa fryst erlendu lánin sín, leggi vel til hliðar, segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Mikilvægt sé að átta sig á að mismunurinn er ekki gróði.

Segir Gunnar Pál hafa saurgað nafn VR

„Nafnið VR stendur fyrir virðingu og réttlæti og ég get ekki annað sagt en Gunnar [Páll Pálsson, formaður VR] hafi saurgað það nafn og virðingin og réttlætið séu bara fyrir suma,“ segir Lúðvík Lúðvíksson, VR-félagi og mótmælandi.

Kveikt í smáhýsi smíðanema

Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um eld í litlu húsi sem er í byggingu í porti við Iðnskólann á Flatahrauni í Hafnarfirði. Húsið er eitt af fjórum sem nemendur Iðnskólans eru að byggja og standa í portinu. Þegar lögregla kom á staðinn var húsið alelda, en slökkviliði tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Miklar skemmdir urðu á húsinu og er það að öllum líkindum ónýtt.

Úr Latabæ í Stjórnarráðið

Kristján Kristjánsso, hefur verið ráðinn til starfa í forsætisráðuneytinu. Í samtali við blaðamann Vísis sem staddur var í Ráðherrabústaðnum sagði Kristján að ekki væri enn komið á hreint hvaða titil hann myndi bera enda væri hann nýbyrjaður.

Westergaard með fleiri Múhameðsteikningar

Kurt Westergaard, einn af teiknurum Jótlandspóstsins í svokölluðu Múhameðsmáli, hyggst senda frá sér fleiri myndir í þá veru eftir því sem Berlingske Tidende segir frá.

Flugi Sumarferða seinkar vegna flugumferðar á Tenerife

Flugi Sumarferða til Tenerife sem fara átti í loftið klukkan níu í morgun seinkar til klukkan ellefu. Að sögn Steinunnar Tryggvadóttur, þjónustu- og starfsmannastjóra Sumarferða, er seinkunin til komin vegna umferðarteppu á flugvellinum úti.

Slökkva eld í tjörupotti við nýbyggingu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að nýbyggingu við Gullakur 4 í Garðabæ nú á ellefta tímanum vegna elds sem komið hafði upp í tjörupotti.

Valgerður virðir ákvörðun Bjarna

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist virða ákvörðun Bjarn Harðarsonar, flokksbróður síns, að segja af sér þingmennsku vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði.

Prófessor: Rekur ekki minni til að sambærilegt hafi gerst áður

„Þetta er nú mjög óvenjulegt og eiginlega alveg einstakt,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þegar hann er spurður álits á afsögn Bjarna Harðarsonar þingmanns. „Hann játaði auðvitað strax í gærkvöldi að sér hefði orðið á mistök. Síðan bregst Valgerður illa við og hann hefur bara talið að þetta væri það alvarleg yfirsjón að hann gæti varla beðið kjósendur um að treysta sér áfram,“ segir Gunnar.

Bjarni segir af sér þingmennsku

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins.

Verja þarf kannabismeðferð fyrir ungmenni

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að búast megi við því að þegar kreppi að muni margir freistast til þess að hefja ræktun á kannabisjurtum. Hann hvetur jafnframt til þess að tryggð verði áfram meðferð fyrir yngstu kannabisneytendurna hjá SÁÁ.

Mótmælin gegn VR halda áfram

,,VR stendur fyrir virðingu og réttlæti. Það er það sem formaðurinn og stjórnin ættu að hafa í heiðri," segir Lúðvík Lúðvíksson, félagi í VR, sem staðið hefur fyrir mótmælum við höfuðstöðvar félagsins undanfarna daga. Þeim verður haldið áfram þangað til Gunnar Páll Pálsson lætur af embætti formanns, að sögn Lúðvíks.

Bjarni íhugar stöðu sína

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins.

Verkmannaflokkurinn sækir enn í sig veðrið

Verkamannaflokkurinn undir forystu Gordons Brown sækir enn í sig veðrið í Bretlandi fyrir frammistöðuna í fjármálakreppunni ef marka má nýja skoðanakönnun breska blaðsins Times.

Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði.

Sjá næstu 50 fréttir