Fleiri fréttir Mbeki segir formlega af sér Thabo Mbeki hefur nú formlega sagt af sér sem forseti Suður-Afríku. Hann mun láta af embætti um leið og búið er að finna einhvern til þess að taka við embættinu fram að næstu kosningum sem verða á næsta ári. Ekki er ljóst hver muni taka við í millitíðinni en talið er að þingforsetinn Baleka Mbeta taki við. 21.9.2008 20:45 Hryðjuverkaleiðtogi handtekinn í Jemen Yfirvöld í Jemen segjast hafa handtekið leiðtoga Islamic Jihad hryðjuverkahópsins sem lýst hefur ábyrgð á árás á sendiráð Bandaríkjanna í landinu á hendur sér. Sautján manns biðu bana í árásinni sem átti sér stað á miðvikudaginn. Leiðtoginn, Abu al-Ghaith al-Yamani, var á meðal sex manna sem handteknir voru í dag. 21.9.2008 20:31 Skipulagsstjóri segir af og frá að fordómar tefji fyrir mosku Formaður félags múslima á Íslandi telur að neikvæð umræða um múslima og trúarbrögð þeirra sé ástæða þess að Reykjavíkurborg hefur ekki úthlutað þeim lóð undir mosku. Af og frá segir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. 21.9.2008 19:40 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21.9.2008 19:25 Æ fleiri leita sér aðstoðar Aldrei hafa fleiri Íslendingar leitað sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum. Sérfræðingur í kvíðameðferð segir nauðsynlegt að fólk leiti sér aðstoðar, því þær geti auðveldlega sligað sterkasta fólk. 21.9.2008 19:05 Stærsti fíkniefnafundur í sögu Sauðárkróks Umtalsvert magn fíkniefna fannst á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags. Lögregla vill ekki gefa upp hve mikið magnið er eða af hvaða tegund, en um fleiri en eina tegund mun vera að ræða. Það er fréttamiðillinn Feykir í Skagafirði sem segir frá þessu en málið var unnið í samvinnu lögreglunnar á Sauðarkróki og fíkniefnateymis lögreglunnar á Norðurlandi. 21.9.2008 17:21 Klíkustríð í Óðinsvéum - lögregla fær auknar heimildir Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku hefur fengið auknar heimildir til þess að stöðva fólk og framkvæma húsleitir í kjölfar skotárásar í nótt. Skotið var að höfuðstöðvum Vítisengla í borginni og óttast lögreglan að átökin á milli vélhjólaklíkunnar og gengja sem skipuð eru innflytjendum séu að breiðast út um landið. Hingað til hafa átökin verið takmörkuð við Kaupmannahöfn. Strax eftir árásina fékk lögregla þessar auknu heimildir í nágrenni höfuðstöðvanna en nú síðdegis var ákveðið að láta þær gilda um alla borgina. 21.9.2008 16:32 Orkuveitan og Faxaflóahafnir ákveði um þáttöku í heimssýningunni Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segist ekki kannast við að ekki sé vilji til þess hjá borginni að taka þátt í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Það hafi hins vegar þótt eðlilegra að láta stjórnir Faxaflóahafna og Orkuveitunnar ákveða hvort fyrirtæki á vegum borgarinnar komi að sýningunni. 21.9.2008 16:15 Ekkert melamín í Nestlé vörum Öll Nestlé þurrmjólk sem seld er á Íslandi er framleidd í Evrópu undir ströngustu skilyrðum og eftirliti Evrópusambandsins. Stórmarkaðir í Hong Kong hafa innkallað Nestlé þurrmjólk sem framleidd er í Kína af ótta við að hún sé menguð. Nestlé hefur vísað þessum ásökunum á bug og bendir á að kínversk stjórnvöld hafi gefið út lista yfir tegundir sem kynnu að innihalda hið mengandi efni melamín. Nestlé vörur eru ekki á þeim lista. 21.9.2008 14:35 Árni Páll: Ummæli Davíðs ekki samboðin seðlabankastjóra Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar segir að ummæli Davíðs Oddsonar í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag séu ekki samboðin seðlabankastjóra. Hann segir einnig að eigi krónan að eiga möguleika til framhaldslífs verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Í viðtalinu talaði Davíð meðal annars að hörð atlaga væri gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg. Hana geri lýðskrumarar af versta tagi sem hann hafi skömm á og fyrirlitningu. 21.9.2008 12:54 Fimmtíu létust þegar kínverskur skemmtistaður brann Hátt í fimmtíu létust og níutíu slösuðust þegar eldur kviknaði í ólölegum næturklúbbi í suðurhluta Kína á miðnætti. Fullt var út úr dyrum þegar eldins varð vart á þriðju hæð skemmtistaðarins en staðurinn er vinsæll meðal ungmenna. 21.9.2008 12:26 Ónýtar götur á Akureyri Ástand gatna á Akureyri er mjög slæmt og sumar göturnar illfærar og nánast ónýtar. Stórauka þarf viðhald, segir bæjarfulltrúi. 21.9.2008 12:24 Útiloka ekki lögsókn í moskumálinu Múslimar á Íslandi eru óánægðir með seinagang borgaryfirvalda við úthlutun lóðar fyrir mosku og menningarmiðstöð. Formaður félags múslima kennir neikvæðu andrúmslofti í garð múslíma um og útilokar ekki lögsókn. 21.9.2008 12:06 Stjórnarsáttmáli tilbúinn í Færeyjum Ný ríkisstjórn er í uppsiglingu í Færeyjum en Jóhannes Eidesgaard lögmaður sleit stjórninni á mánudaginn var vegna deilna um skrifstofurými á Þinganesi. Formenn Jafnaðarmanna, Sambandsflokksins og Fólkaflokksins hafa komist að samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála og búist er við að tilkynnt verði um nýja stjórn á morgun. 21.9.2008 11:26 Tékkneski sendiherran á meðal fallinna á Marriott Tala látinna heldur áfram að hækka eftir sjálfsmorðsspengjuárásina á Marriott hótelið í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Að minnnsta kosti fimmtíu og þrír létust og tvö hundruð og fimmtíu særðust. Á meðal látinna er tékkneski sendiherrann í Pakistan. 21.9.2008 10:37 Nestlé þurrmjólk innkölluð í Hong Kong Stórmarkaðir í Hong Kong hafa innkallað alla Nestlé þurrmjólk sem framleidd er í Kína af ótta við að hún sé menguð. Sky fréttastofan segir dagblað í Hong Kong hafa birt grein um að efnið melamín hefði fundist í mjólkinni. 21.9.2008 09:59 Tugir létust í tveimur námuslysum í Kína Kínversk yfirvöld segja að minnsta kosti 36 látna í tveimur námuslysum þar í landi í gær. 31 lést og níu annara er saknað eftir gassprengingu í einkarekinni námu í Dengfeng borg í Henan héraði. 21.9.2008 09:50 Sparkaði í gegnum rúðu á Selfossi Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimahúsi á Selfossi í nótt en þar hafði maður sparkað í gegnum rúðu. Að sögn lögreglu skarst í odda milli manna sem þar sátu að sumbli með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn, sem er tvítugur, skarst á fæti og á síðu og var fluttur á slysadeild. Nóttin var annars róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Einn fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar og þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur. 21.9.2008 09:40 Átta stútar í borginni Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Óvenju margir voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur, eða átta ökumenn. 21.9.2008 09:38 Al Kaída líklega á bak við Marriott árásina Sprengjuárásin á Marriott hótelið í Islamabad í Pakistan ber þess merki að hafa verið skipulögð af hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Þetta segir hátt settur yfirmaður í bandarísku leyniþjónustunni. Að minnsta kosti fjörutíu manns létu lífið og óttast er að sú tala muni hækka. 20.9.2008 21:43 Hálka og krapi á Reykjanesbraut Vegagerðin varar við hálku og krapa á Reykjanesbraut og biður fólk að gæta fyllstu varúðar þegar það ekur um veginn. 20.9.2008 22:57 Allt í hnút hjá læknum Fundi er lokið í Karphúsinu þar sem læknar og fulltrúar ríkisins reyndu að komast til botns í samningaviðræðum. Fundurinn var árangurslaus og formaður samninganefndar lækna segir að verið sé að ýta læknum út í aðgerðir sem þeir hefðu viljað komast hjá. 20.9.2008 17:58 Palin kynnt fyrir leiðtogum heimsins Varaforsetaframbjóðandi Repúblikana, Sarah Palin, ætlar að hitta forseta Afganistan á fundi í New York í næstu viku. Karzai verður í borginni í tilefni af því að Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna er að hefjast. 20.9.2008 21:30 Obama segir að McCain vilji einkavæða almannatryggingarnar Barack Obama segir að John McCain vilji einkavæða almannatryggingakerfið í Bandaríkjunum. Ummælin féllu á fundi í Flórída í dag en búist er við að málefni almannatrygginga verði eitt af hitamálunum það sem eftir lifir af kosningabaráttunni. 20.9.2008 20:32 Um hreina brottvikningu að ræða Dómsmálaráðherra er augljóslega að reyna losa sig við lögreglustjórann á Suðurnesjum með því að auglýsa starf hans laust til umsóknar að mati Sveins Andra Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns. Hann segir um hreina brottvikningu að ræða. 20.9.2008 20:02 Áhyggjur af Tónlistarhúsinu vegna stöðu Nýsis Framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn eru í mikilli óvissu vegna fjárhagserfiðleika Nýsis. Menntamálaráðherra hefur áhyggjur af framhaldinu en gerir þó ráð fyrir því að verkinu verði lokið á umsömdum tíma. 20.9.2008 19:12 Harry Potter styður Verkamannaflokkinn Það lítur út fyrir að galdrastrákurinn Harry Potter muni kjósa Verkamannaflokkinn í Bretlandi þegar hann nær kosningaaldri. Höfundur bókanna um hann, J.K Rowling er að minnsta kosti eitilharður aðdáandi Gordons Brown og félaga en hún hefur styrkt flokkinn um eina milljón punda. Tilkynnt var um þetta á landsfundi flokksins sem hófst í dag. 20.9.2008 17:29 Fjörutíu látnir í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan Marriot hótelið í höfuðborg Pakistans, Islamabad. Yfirvöld segjast óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 20.9.2008 15:32 Villtur á hálendinu í fjóra sólarhringa Gangnamenn sem fundu Spánverja í jaðri Ódáðahrauns hafa að öllum líkindum bjargað lífi hans. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir að svo virðist sem maðurinn hafi lagt bíl sínum á svokallaðri Trölladyngjuleið og ákveðið að fara í göngutúr. Hann hefur síðan villst og ekki fundið bílinn á ný. Maðurinn hefur sennilega verið á göngu í fjóra daga og var hann mjög máttfarinn þegar gangnamenn fundu hann fyrir tilviljun, en svæðið er að sögn varðstjórans eins fjarri mannabyggðum og unnt er að komast hér á landi. Hann er nú á sjúkrahúsi til aðhlynningar. 20.9.2008 15:10 Uppþot í Malmö Átök brutust út í sænsku borginni Malmö í gærkvöldi og var óreirðalögregla kölluð út til þess að hemja mótmælendur sem fóru um í hópum og brutu rúður og kveiktu í bifreiðum. Ástæða mótmælanna er sú að í borginni stendur Evrópska samfélagsráðstefnan yfir en á henni hittast mótmælendur hvaðanæva að úr Evrópu, ræða málin og skipuleggja aðgerðir. 20.9.2008 14:56 Mbeki ætlar að segja af sér Forseti Suður Afríku, Thabo Mbeki, lýsti því yfir í dag að hann hyggðist segja af sér. Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, hefur kallað eftir afsögn hans en ástæðan er sú að Mbeki er grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri gegn keppinaut sínum Jacob Zuma. 20.9.2008 14:27 Mikilvægasta verkefnið að verja stöðu heimilanna Landssamband íslenskra verzlunarmanna samþykkti á þingi sínu í dag ályktun þar sem lýst er yfir áhygjgum af stöðu efnahagsmála hér á landi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. 20.9.2008 13:49 Óttast að læknanemar flýi land Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar. 20.9.2008 13:45 Hópslysaæfing á Landspítala tókst vel Landspítali var settur á virkjunarstig laugardagsmorguninn 20. september 2008 vegna rútuslyss sem gert var ráð fyrir að orðið hefði í Ártúnsbrekku í Reykjavík og var unnið samkvæmt nýrri viðbragðsáætlun spítalans. Æfingin er sögð hafa heppnast vel en í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir þremur stigum, viðbúnaðarstigi, virkjunarstigi og neyðarstigi. 20.9.2008 13:30 Björn Bjarnason: Ekki verið að bola Jóhanni úr embætti Dómsmálaráðherra segir að ekki sé verið að bola lögreglustjóra Suðurnesja úr embætti. Ráðuneytið hefur auglýst starfið til umsóknar án þess að lögreglustjórinn hafi sagt upp starfinu. 20.9.2008 12:43 Ingibjörg: Íslendingar verða að þétta raðirnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi fyrr í morgun að í róðrinum gegn verðbólgunni þurfi samhent átak ríkisstjórnar, fyrirtækja og einstaklinga. 20.9.2008 11:37 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir umferðarslys Suðurlandsvegur hefur verið opnaður á nýjan leik eftir umferðarslys fyrr í morgun. Tveir fólksbílar rákust saman klukkan rúmlega hálf tíu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist einn lítillega í árekstrinum. 20.9.2008 11:19 Obama nær forskoti á McCain Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, virðist aftur vera að ná nokkru forskoti á keppnaut sinn John McCain forsetaframbjóðanda Rebúblikana. 20.9.2008 11:00 Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt. 20.9.2008 10:50 Al-Kaída hótar árásum í Afganistan Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hóta í myndbandi nýjum árásum í Afganistan og því að samtökin muni halda baráttu sinni áfram þar til bandarískir herir fari að fullu þaðan og frá Írak. 20.9.2008 10:45 Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur er lokaður við gatnamót Nesjavallar eftir að tveir fólksbílar rákust þar saman klukkan hálf tíu í morgun. 20.9.2008 10:13 Fá fría læknisþjónustu vegna aukaefna í þurrmjólk Öll kínversk börn sem veikst hafa vegna hættulegra aukaefna sem sett voru í þurrmjólk fá nú fría læknisþjónustu. 20.9.2008 10:08 Jóhannes vill aðildarviðræður Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, leggur til á þingi samtakanna sem líkur síðar í dag að látið verði reyna á kosti og galla Evrópusambandsaðilar með aðildarviðræðum. 20.9.2008 09:53 Húsleit á Sauðárkróki annars róleg nótt hjá lögreglunni Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og engin alvarleg útköll. Níu voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur. 20.9.2008 09:24 Ráðuneyti Björns vill Jóhann burt af Suðurnesjum Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að starf hans verður auglýst til umsóknar. 20.9.2008 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mbeki segir formlega af sér Thabo Mbeki hefur nú formlega sagt af sér sem forseti Suður-Afríku. Hann mun láta af embætti um leið og búið er að finna einhvern til þess að taka við embættinu fram að næstu kosningum sem verða á næsta ári. Ekki er ljóst hver muni taka við í millitíðinni en talið er að þingforsetinn Baleka Mbeta taki við. 21.9.2008 20:45
Hryðjuverkaleiðtogi handtekinn í Jemen Yfirvöld í Jemen segjast hafa handtekið leiðtoga Islamic Jihad hryðjuverkahópsins sem lýst hefur ábyrgð á árás á sendiráð Bandaríkjanna í landinu á hendur sér. Sautján manns biðu bana í árásinni sem átti sér stað á miðvikudaginn. Leiðtoginn, Abu al-Ghaith al-Yamani, var á meðal sex manna sem handteknir voru í dag. 21.9.2008 20:31
Skipulagsstjóri segir af og frá að fordómar tefji fyrir mosku Formaður félags múslima á Íslandi telur að neikvæð umræða um múslima og trúarbrögð þeirra sé ástæða þess að Reykjavíkurborg hefur ekki úthlutað þeim lóð undir mosku. Af og frá segir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. 21.9.2008 19:40
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21.9.2008 19:25
Æ fleiri leita sér aðstoðar Aldrei hafa fleiri Íslendingar leitað sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum. Sérfræðingur í kvíðameðferð segir nauðsynlegt að fólk leiti sér aðstoðar, því þær geti auðveldlega sligað sterkasta fólk. 21.9.2008 19:05
Stærsti fíkniefnafundur í sögu Sauðárkróks Umtalsvert magn fíkniefna fannst á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags. Lögregla vill ekki gefa upp hve mikið magnið er eða af hvaða tegund, en um fleiri en eina tegund mun vera að ræða. Það er fréttamiðillinn Feykir í Skagafirði sem segir frá þessu en málið var unnið í samvinnu lögreglunnar á Sauðarkróki og fíkniefnateymis lögreglunnar á Norðurlandi. 21.9.2008 17:21
Klíkustríð í Óðinsvéum - lögregla fær auknar heimildir Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku hefur fengið auknar heimildir til þess að stöðva fólk og framkvæma húsleitir í kjölfar skotárásar í nótt. Skotið var að höfuðstöðvum Vítisengla í borginni og óttast lögreglan að átökin á milli vélhjólaklíkunnar og gengja sem skipuð eru innflytjendum séu að breiðast út um landið. Hingað til hafa átökin verið takmörkuð við Kaupmannahöfn. Strax eftir árásina fékk lögregla þessar auknu heimildir í nágrenni höfuðstöðvanna en nú síðdegis var ákveðið að láta þær gilda um alla borgina. 21.9.2008 16:32
Orkuveitan og Faxaflóahafnir ákveði um þáttöku í heimssýningunni Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segist ekki kannast við að ekki sé vilji til þess hjá borginni að taka þátt í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Það hafi hins vegar þótt eðlilegra að láta stjórnir Faxaflóahafna og Orkuveitunnar ákveða hvort fyrirtæki á vegum borgarinnar komi að sýningunni. 21.9.2008 16:15
Ekkert melamín í Nestlé vörum Öll Nestlé þurrmjólk sem seld er á Íslandi er framleidd í Evrópu undir ströngustu skilyrðum og eftirliti Evrópusambandsins. Stórmarkaðir í Hong Kong hafa innkallað Nestlé þurrmjólk sem framleidd er í Kína af ótta við að hún sé menguð. Nestlé hefur vísað þessum ásökunum á bug og bendir á að kínversk stjórnvöld hafi gefið út lista yfir tegundir sem kynnu að innihalda hið mengandi efni melamín. Nestlé vörur eru ekki á þeim lista. 21.9.2008 14:35
Árni Páll: Ummæli Davíðs ekki samboðin seðlabankastjóra Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar segir að ummæli Davíðs Oddsonar í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag séu ekki samboðin seðlabankastjóra. Hann segir einnig að eigi krónan að eiga möguleika til framhaldslífs verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Í viðtalinu talaði Davíð meðal annars að hörð atlaga væri gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg. Hana geri lýðskrumarar af versta tagi sem hann hafi skömm á og fyrirlitningu. 21.9.2008 12:54
Fimmtíu létust þegar kínverskur skemmtistaður brann Hátt í fimmtíu létust og níutíu slösuðust þegar eldur kviknaði í ólölegum næturklúbbi í suðurhluta Kína á miðnætti. Fullt var út úr dyrum þegar eldins varð vart á þriðju hæð skemmtistaðarins en staðurinn er vinsæll meðal ungmenna. 21.9.2008 12:26
Ónýtar götur á Akureyri Ástand gatna á Akureyri er mjög slæmt og sumar göturnar illfærar og nánast ónýtar. Stórauka þarf viðhald, segir bæjarfulltrúi. 21.9.2008 12:24
Útiloka ekki lögsókn í moskumálinu Múslimar á Íslandi eru óánægðir með seinagang borgaryfirvalda við úthlutun lóðar fyrir mosku og menningarmiðstöð. Formaður félags múslima kennir neikvæðu andrúmslofti í garð múslíma um og útilokar ekki lögsókn. 21.9.2008 12:06
Stjórnarsáttmáli tilbúinn í Færeyjum Ný ríkisstjórn er í uppsiglingu í Færeyjum en Jóhannes Eidesgaard lögmaður sleit stjórninni á mánudaginn var vegna deilna um skrifstofurými á Þinganesi. Formenn Jafnaðarmanna, Sambandsflokksins og Fólkaflokksins hafa komist að samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála og búist er við að tilkynnt verði um nýja stjórn á morgun. 21.9.2008 11:26
Tékkneski sendiherran á meðal fallinna á Marriott Tala látinna heldur áfram að hækka eftir sjálfsmorðsspengjuárásina á Marriott hótelið í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Að minnnsta kosti fimmtíu og þrír létust og tvö hundruð og fimmtíu særðust. Á meðal látinna er tékkneski sendiherrann í Pakistan. 21.9.2008 10:37
Nestlé þurrmjólk innkölluð í Hong Kong Stórmarkaðir í Hong Kong hafa innkallað alla Nestlé þurrmjólk sem framleidd er í Kína af ótta við að hún sé menguð. Sky fréttastofan segir dagblað í Hong Kong hafa birt grein um að efnið melamín hefði fundist í mjólkinni. 21.9.2008 09:59
Tugir létust í tveimur námuslysum í Kína Kínversk yfirvöld segja að minnsta kosti 36 látna í tveimur námuslysum þar í landi í gær. 31 lést og níu annara er saknað eftir gassprengingu í einkarekinni námu í Dengfeng borg í Henan héraði. 21.9.2008 09:50
Sparkaði í gegnum rúðu á Selfossi Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimahúsi á Selfossi í nótt en þar hafði maður sparkað í gegnum rúðu. Að sögn lögreglu skarst í odda milli manna sem þar sátu að sumbli með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn, sem er tvítugur, skarst á fæti og á síðu og var fluttur á slysadeild. Nóttin var annars róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Einn fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar og þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur. 21.9.2008 09:40
Átta stútar í borginni Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Óvenju margir voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur, eða átta ökumenn. 21.9.2008 09:38
Al Kaída líklega á bak við Marriott árásina Sprengjuárásin á Marriott hótelið í Islamabad í Pakistan ber þess merki að hafa verið skipulögð af hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Þetta segir hátt settur yfirmaður í bandarísku leyniþjónustunni. Að minnsta kosti fjörutíu manns létu lífið og óttast er að sú tala muni hækka. 20.9.2008 21:43
Hálka og krapi á Reykjanesbraut Vegagerðin varar við hálku og krapa á Reykjanesbraut og biður fólk að gæta fyllstu varúðar þegar það ekur um veginn. 20.9.2008 22:57
Allt í hnút hjá læknum Fundi er lokið í Karphúsinu þar sem læknar og fulltrúar ríkisins reyndu að komast til botns í samningaviðræðum. Fundurinn var árangurslaus og formaður samninganefndar lækna segir að verið sé að ýta læknum út í aðgerðir sem þeir hefðu viljað komast hjá. 20.9.2008 17:58
Palin kynnt fyrir leiðtogum heimsins Varaforsetaframbjóðandi Repúblikana, Sarah Palin, ætlar að hitta forseta Afganistan á fundi í New York í næstu viku. Karzai verður í borginni í tilefni af því að Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna er að hefjast. 20.9.2008 21:30
Obama segir að McCain vilji einkavæða almannatryggingarnar Barack Obama segir að John McCain vilji einkavæða almannatryggingakerfið í Bandaríkjunum. Ummælin féllu á fundi í Flórída í dag en búist er við að málefni almannatrygginga verði eitt af hitamálunum það sem eftir lifir af kosningabaráttunni. 20.9.2008 20:32
Um hreina brottvikningu að ræða Dómsmálaráðherra er augljóslega að reyna losa sig við lögreglustjórann á Suðurnesjum með því að auglýsa starf hans laust til umsóknar að mati Sveins Andra Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns. Hann segir um hreina brottvikningu að ræða. 20.9.2008 20:02
Áhyggjur af Tónlistarhúsinu vegna stöðu Nýsis Framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn eru í mikilli óvissu vegna fjárhagserfiðleika Nýsis. Menntamálaráðherra hefur áhyggjur af framhaldinu en gerir þó ráð fyrir því að verkinu verði lokið á umsömdum tíma. 20.9.2008 19:12
Harry Potter styður Verkamannaflokkinn Það lítur út fyrir að galdrastrákurinn Harry Potter muni kjósa Verkamannaflokkinn í Bretlandi þegar hann nær kosningaaldri. Höfundur bókanna um hann, J.K Rowling er að minnsta kosti eitilharður aðdáandi Gordons Brown og félaga en hún hefur styrkt flokkinn um eina milljón punda. Tilkynnt var um þetta á landsfundi flokksins sem hófst í dag. 20.9.2008 17:29
Fjörutíu látnir í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan Marriot hótelið í höfuðborg Pakistans, Islamabad. Yfirvöld segjast óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 20.9.2008 15:32
Villtur á hálendinu í fjóra sólarhringa Gangnamenn sem fundu Spánverja í jaðri Ódáðahrauns hafa að öllum líkindum bjargað lífi hans. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir að svo virðist sem maðurinn hafi lagt bíl sínum á svokallaðri Trölladyngjuleið og ákveðið að fara í göngutúr. Hann hefur síðan villst og ekki fundið bílinn á ný. Maðurinn hefur sennilega verið á göngu í fjóra daga og var hann mjög máttfarinn þegar gangnamenn fundu hann fyrir tilviljun, en svæðið er að sögn varðstjórans eins fjarri mannabyggðum og unnt er að komast hér á landi. Hann er nú á sjúkrahúsi til aðhlynningar. 20.9.2008 15:10
Uppþot í Malmö Átök brutust út í sænsku borginni Malmö í gærkvöldi og var óreirðalögregla kölluð út til þess að hemja mótmælendur sem fóru um í hópum og brutu rúður og kveiktu í bifreiðum. Ástæða mótmælanna er sú að í borginni stendur Evrópska samfélagsráðstefnan yfir en á henni hittast mótmælendur hvaðanæva að úr Evrópu, ræða málin og skipuleggja aðgerðir. 20.9.2008 14:56
Mbeki ætlar að segja af sér Forseti Suður Afríku, Thabo Mbeki, lýsti því yfir í dag að hann hyggðist segja af sér. Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, hefur kallað eftir afsögn hans en ástæðan er sú að Mbeki er grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri gegn keppinaut sínum Jacob Zuma. 20.9.2008 14:27
Mikilvægasta verkefnið að verja stöðu heimilanna Landssamband íslenskra verzlunarmanna samþykkti á þingi sínu í dag ályktun þar sem lýst er yfir áhygjgum af stöðu efnahagsmála hér á landi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. 20.9.2008 13:49
Óttast að læknanemar flýi land Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar. 20.9.2008 13:45
Hópslysaæfing á Landspítala tókst vel Landspítali var settur á virkjunarstig laugardagsmorguninn 20. september 2008 vegna rútuslyss sem gert var ráð fyrir að orðið hefði í Ártúnsbrekku í Reykjavík og var unnið samkvæmt nýrri viðbragðsáætlun spítalans. Æfingin er sögð hafa heppnast vel en í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir þremur stigum, viðbúnaðarstigi, virkjunarstigi og neyðarstigi. 20.9.2008 13:30
Björn Bjarnason: Ekki verið að bola Jóhanni úr embætti Dómsmálaráðherra segir að ekki sé verið að bola lögreglustjóra Suðurnesja úr embætti. Ráðuneytið hefur auglýst starfið til umsóknar án þess að lögreglustjórinn hafi sagt upp starfinu. 20.9.2008 12:43
Ingibjörg: Íslendingar verða að þétta raðirnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi fyrr í morgun að í róðrinum gegn verðbólgunni þurfi samhent átak ríkisstjórnar, fyrirtækja og einstaklinga. 20.9.2008 11:37
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir umferðarslys Suðurlandsvegur hefur verið opnaður á nýjan leik eftir umferðarslys fyrr í morgun. Tveir fólksbílar rákust saman klukkan rúmlega hálf tíu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist einn lítillega í árekstrinum. 20.9.2008 11:19
Obama nær forskoti á McCain Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, virðist aftur vera að ná nokkru forskoti á keppnaut sinn John McCain forsetaframbjóðanda Rebúblikana. 20.9.2008 11:00
Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt. 20.9.2008 10:50
Al-Kaída hótar árásum í Afganistan Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hóta í myndbandi nýjum árásum í Afganistan og því að samtökin muni halda baráttu sinni áfram þar til bandarískir herir fari að fullu þaðan og frá Írak. 20.9.2008 10:45
Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur er lokaður við gatnamót Nesjavallar eftir að tveir fólksbílar rákust þar saman klukkan hálf tíu í morgun. 20.9.2008 10:13
Fá fría læknisþjónustu vegna aukaefna í þurrmjólk Öll kínversk börn sem veikst hafa vegna hættulegra aukaefna sem sett voru í þurrmjólk fá nú fría læknisþjónustu. 20.9.2008 10:08
Jóhannes vill aðildarviðræður Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, leggur til á þingi samtakanna sem líkur síðar í dag að látið verði reyna á kosti og galla Evrópusambandsaðilar með aðildarviðræðum. 20.9.2008 09:53
Húsleit á Sauðárkróki annars róleg nótt hjá lögreglunni Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og engin alvarleg útköll. Níu voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur. 20.9.2008 09:24
Ráðuneyti Björns vill Jóhann burt af Suðurnesjum Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að starf hans verður auglýst til umsóknar. 20.9.2008 09:00