Erlent

Harry Potter styður Verkamannaflokkinn

Það lítur út fyrir að galdrastrákurinn Harry Potter muni kjósa Verkamannaflokkinn í Bretlandi þegar hann nær kosningaaldri. Höfundur bókanna um hann, J.K Rowling er að minnsta kosti eitilharður aðdáandi Gordons Brown og félaga en hún hefur styrkt flokkinn um eina milljón punda. Tilkynnt var um þetta á landsfundi flokksins sem hófst í dag.

Rowling, sem barðist í bökkum áður en bækur hennar fóru að seljast eins og heitar lummu, sagði á fundinum að Gordon Brown hefði barist ötullega við að útrýma fáttækt á meðal barna í landinu. Að hennar sögn hefur David Cameron hinsvegar lagt fram tillögur um skattabreytingar sem kæmur sérlega illa niður á einstæðum foreldrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×