Innlent

Útiloka ekki lögsókn í moskumálinu

Múslimar á Íslandi eru óánægðir með seinagang borgaryfirvalda við úthlutun lóðar fyrir mosku og menningarmiðstöð. Formaður félags múslima kennir neikvæðu andrúmslofti í garð múslíma um og útilokar ekki lögsókn.

Félag múslima á Íslandi sótti fyrst um lóð á höfuðborgarsvæðinu fyrir mosku og menningarmiðstöð árið 2000.

„Okkar hugmynd var fyrst fjögur til fimm þúsund fermetra lóð en svo tilkynntum við skipulagsyfirvöldum að okkur er alveg sama, bara að þeir bjóði okkur einhverja lóð sko," segir Salmann Tamimi, talsmaður múslíma á Íslandi.

Lítið hefur þokast málinu í þau átta ár sem eru liðin. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að nefndir frá Evrópuráðinu og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir seinagang.

Aðspurður hvort hann kunni einhverja skýringu á þessari töf segir Salman: „nei ég held ég trúi ekki öðru en að það vanti pólitíska ákvörðun í málinu." Þegar Salman er spurður hvort fordómar hafi áhrif í málinu segist hann ekki vilja stilla málum upp á þann veg. „En ég tel að andrúsmloftið sem er á móti íslam og múslimum hafi þessi áhrif á þessa ákvörðunartöku. Þetta er alveg augljóst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×