Erlent

Stjórnarsáttmáli tilbúinn í Færeyjum

Ný ríkisstjórn er í uppsiglingu í Færeyjum en Jóhannes Eidesgaard lögmaður sleit stjórninni á mánudaginn var vegna deilna um skrifstofurými á Þinganesi. Formenn Jafnaðarmanna, Sambandsflokksins og Fólkaflokksins hafa komist að samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála og búist er við að tilkynnt verði um nýja stjórn á morgun.

Enn á þó eftir að leysa einn hnút, en það er hver verður næsti lögmaður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×