Erlent

Hryðjuverkaleiðtogi handtekinn í Jemen

Sautján manns létust í árásinni.
Sautján manns létust í árásinni. MYND/AP
Yfirvöld í Jemen segjast hafa handtekið leiðtoga Islamic Jihad hryðjuverkahópsins sem lýst hefur ábyrgð á árás á sendiráð Bandaríkjanna í landinu á hendur sér. Sautján manns biðu bana í árásinni sem átti sér stað á miðvikudaginn. Leiðtoginn, Abu al-Ghaith al-Yamani, var á meðal sex manna sem handteknir voru í dag.

Hryðjuverkahópurinn, sem segist tengjast Al Kaída samtökunum, lýsti ábyrgð á árásinni á hendur sér á fimmtudaginn og hótaði frekari árásum á sendiráð Breta og Sádí Araba. Þeir kröfðust þess að yfirvöld í Jemen leystu félaga sína sem nú sitja í fangelsi úr prísund sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×