Innlent

Orkuveitan og Faxaflóahafnir ákveði um þáttöku í heimssýningunni

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.
Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segist ekki kannast við að ekki sé vilji til þess hjá borginni að taka þátt í heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Það hafi hins vegar þótt eðlilegra að láta stjórnir Faxaflóahafna og Orkuveitunnar ákveða hvort fyrirtæki á vegum borgarinnar komi að sýningunni.

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að áætlaður kostnaður við þáttöku Íslendinga í sýningunni nemi um 600 milljónum. Leitað var til Reykjavíkurborgar með 50 milljóna framlag og ákvað borgarráð að vísa erindinu til Faxaflóahafna og Orkuveitunnar. Í fréttinni er einnig sagt að ekki hafi verið vilji í borgarráði til þess að styrkja sýninguna.

„Við veltum því fyrir okkur hvort að það væri eftirsóknarvert fyrir Orkuveituna að kynna sína starfsemi þarna, eða hafnirnar að spá í opnun siglingaleiða norður fyrir land. Þannig að við vísuðum erindinu einfaldlega þangað og felum stjórnum þessara fyrirtækja að taka ákvörðun í því. Það er í raun ekkert meira um það að segja," segir Óskar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×