Innlent

Æ fleiri leita sér aðstoðar

Aldrei hafa fleiri Íslendingar leitað sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum. Sérfræðingur í kvíðameðferð segir nauðsynlegt að fólk leiti sér aðstoðar, því þær geti auðveldlega sligað sterkasta fólk.

Kólnun efnhagslífsins hefur komið sér illa fyrir mörg heimili í landinu. Færri komast að en vilja hjá ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og þar eru nú langir biðlistar eftir viðtali við ráðgjafa.

Þá hafa fjölmargir leitað sér aðstoðar hjá Kvíðameðferðarstöðinni vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum. „Það eru fleiri sem koma og hafa áhyggjur af fjármálum og eru kannski byrjaðir að forðast eitt og annað, forðast að taka á hlutum," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir hjá Kvíðameðferðarstöðinni.

Sóley segir ekki um einn ákveðinn þjóðfélagshóp að ræða. „Fjárhagshyggjur, sérstaklega fjárhagserfiðleikar hafa alveg gríðarlega mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Fjárhagserfiðleikar hafa gríðarlega mikil áhrif á fólk," segir Sóley en hún ráðleggur fólki með kvíðatengdar fjárhagsáhyggjur að leita sér sem fyrst aðstoðar og taka strax á vandamálum í stað þess að slá erfiðum ákvörðunum á frest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×