Björn Bjarnason: Ekki verið að bola Jóhanni úr embætti 20. september 2008 12:43 Dómsmálaráðherra segir að ekki sé verið að bola lögreglustjóra Suðurnesja úr embætti. Ráðuneytið hefur auglýst starfið til umsóknar án þess að lögreglustjórinn hafi sagt upp starfinu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jóhnn R. Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja, hafi fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu þann 1. september síðastliðinn þar sem honum var greint frá því að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar. Jóhann hefur gengt embætti lögreglustjóra síðastliðinn fimm ár. Málið kemur nokkuð á óvart enda var Jóhann ekki búinn að segja starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Jóhann ekki sækja um starfið þegar það verður auglýst formlega. Lögreglan á Suðurnesjum var rekin með umtalsverðum halla á síðasta ári. Í rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir 210 milljóna viðbótarfjárveitingu. Ráðuneytið hefur hingað til ekki viljað fallast á forsendur rekstraráætlunarinnar og kallað eftir niðurskurði og breytingum á embættinu. Jóhann tilkynnti síðasta vetur að hann hyggðist segja starfi sínu lausu í tengslum við deilurnar en hefur þó ekki látið verða að því. Ráðherra segir eðlilega að öllu staðið og að málið tengist ekki deilu ráðuneytis og lögreglustjóra. „Við tökum ákvörðun um að auglýsa þetta embætti," segir Björn. „Jóhann getur sótt um það eins og aðrir. Embættið hefur tekið stakkaskiptum sem liðið hafa síðan hann var skipaður og mér finnst eðlilegt að auglýsa embættið þegar slíkar breytingar hafa orðið." Aðspurður kvaðst Björn ekki vera að bola Jóhanni úr embætti. „Með því að auglýsa embættið er ekki verið að bola neinum úr embætti. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að auglýsa embætti miklu oftar heldur en gert er. Eftir þennan fimm ára tíma en í þessu tilliti eru alveg klárar efnislegar forsendur fyrir að taka þessa ákvörðun. Þær geta ekki verið skýrari," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson í morgun. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ekki sé verið að bola lögreglustjóra Suðurnesja úr embætti. Ráðuneytið hefur auglýst starfið til umsóknar án þess að lögreglustjórinn hafi sagt upp starfinu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jóhnn R. Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja, hafi fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu þann 1. september síðastliðinn þar sem honum var greint frá því að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar. Jóhann hefur gengt embætti lögreglustjóra síðastliðinn fimm ár. Málið kemur nokkuð á óvart enda var Jóhann ekki búinn að segja starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Jóhann ekki sækja um starfið þegar það verður auglýst formlega. Lögreglan á Suðurnesjum var rekin með umtalsverðum halla á síðasta ári. Í rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir 210 milljóna viðbótarfjárveitingu. Ráðuneytið hefur hingað til ekki viljað fallast á forsendur rekstraráætlunarinnar og kallað eftir niðurskurði og breytingum á embættinu. Jóhann tilkynnti síðasta vetur að hann hyggðist segja starfi sínu lausu í tengslum við deilurnar en hefur þó ekki látið verða að því. Ráðherra segir eðlilega að öllu staðið og að málið tengist ekki deilu ráðuneytis og lögreglustjóra. „Við tökum ákvörðun um að auglýsa þetta embætti," segir Björn. „Jóhann getur sótt um það eins og aðrir. Embættið hefur tekið stakkaskiptum sem liðið hafa síðan hann var skipaður og mér finnst eðlilegt að auglýsa embættið þegar slíkar breytingar hafa orðið." Aðspurður kvaðst Björn ekki vera að bola Jóhanni úr embætti. „Með því að auglýsa embættið er ekki verið að bola neinum úr embætti. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að auglýsa embætti miklu oftar heldur en gert er. Eftir þennan fimm ára tíma en í þessu tilliti eru alveg klárar efnislegar forsendur fyrir að taka þessa ákvörðun. Þær geta ekki verið skýrari," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson í morgun.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira