Erlent

Tékkneski sendiherran á meðal fallinna á Marriott

Tala látinna heldur áfram að hækka eftir sjálfsmorðsspengjuárásina á Marriott hótelið í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Að minnnsta kosti fimmtíu og þrír létust og tvö hundruð og fimmtíu særðust. Á meðal látinna er tékkneski sendiherrann í Pakistan.

Vörubíl fullum af sprengiefni var ekið í gegnum öryggishlið hótelsins og að inngangi þess þar sem hann sprakk. Mikill kraftur var í sprengingunni og myndaði hún stóran gíg. Hún olli einnig gasleka sem varð til þess að það kviknaði í fimmtu og efstu hæð hótelsins.

Asif Ali Zardari, nýr forseti Pakistans, ávarpaði þjóð sína eftir árásina og í gær og hvatti til baráttu gegn hryðjuverkum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×