Erlent

Mbeki segir formlega af sér

Thabo Mbeki hefur nú formlega sagt af sér sem forseti Suður-Afríku. Hann mun láta af embætti um leið og búið er að finna einhvern til þess að taka við embættinu fram að næstu kosningum sem verða á næsta ári. Ekki er ljóst hver muni taka við í millitíðinni en talið er að þingforsetinn Baleka Mbeta taki við.

Afríska þjóðarráðið, stærsti flokkur Suður-Afríku fór fram á afsögn Mbekis, en í nýlegum hæstaréttardómi var látið að því liggja að Mbeki hefði beitt sér fyrir því á óeðlilegan hátt að Jacob Zuma, helsti keppinautur hans var látinn sæta rannsókn, grunaður um spillingu.

Zuma er formaður Afríska þjóðarráðsins og búist er við því að hann verði kjörinn forseti í kosningum að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×